Wednesday, October 14, 2009

34 ára

Í tilefni dagsins ákvað ég að skrifa, því að í dag 14.október 2009 er ég 34 ára. Fyrir 10 árum fannst mér það ansi hár aldur. Hvað þá fyrir 20 árum (ég man ekki nógu vel eftir tilverunni þá eins og hún birtist mér) Ég man bara að mér fannst móðir mín hundgömul þegar hún var 34 ára.

Meiri misskilningurinn þessi aldur.

Ég man eftir því þegar ég heyrði gamlinga segja við hvort annað hálf hlæjandi að þeim fyndist þeir ekki hafa elst neitt. Fyndust þeir ekki vera eldri en 25 ára! Guð hvað ég var hneyksluð. Eiginlega móðguð að heyra svona over the hill- lið vera að líkja sér við okkur unglingana. Mér fannst lífi þeirra lokið, eða ætti svona að fara að ljúka því nú væri mín kynslóð, eða X-kynslóðin (sem mér fannst sko töff nafn á kynslóð) að koma að redda málunum. -Tónlistinni, tískunni, pólitíkinni, listinni og bara öllu því sem þurfti að redda. Því VIÐ værum málið. Ójá. VIÐ. Unga fólkið. 

Soundtrackið við okkur var Fire Starter með Prodigy og það var töff að reykja sígarettur. 

Nokkur ár hafa liðið síðan þá og ég fylgist með hvernig x-kynslóðin reynir að bjarga málunum...Reyni eitthvað að leggja til en tek eftir því að á eftir okkur eru fleiri kynslóðir sem ætla LÍKA að redda málunum. Hreinsa upp eftir okkur. Eftir þau.

Ojæja, ég fer ekki lengra með þessa pælingu heldur hlakka til að sjá hvort mér líði eins og ég sé 25 ára að ári...

En í dag fyrir 34 árum fæddist ég. 
Ég ætla að halda uppá það.




No comments:

Post a Comment

Followers