Saturday, February 28, 2009

Laugardagskvöld

Jess loksins helgi.

Ég er búin að drekka kaffi og tala í símann, breyta statusnum mínum á Facebook, hanga útá svölum í sólinni -svona af og til í 5 mín í senn til að frjósa ekki í hel, laga á mér næstum því úr sér gengna hárið á mér, leggja lokahönd á málverk, fara í sturtu, reykja nokkrar síðustu sígarettur, horfa útum gluggann, sópa gólfið, þýða brot úr mynd, skissa, tékka á mér í speglinum til að vera viss um að ég sé ennþá til, ganga frá þvotti og svo núna blogga.

Héðan í frá verður bloggið mitt upptalning á "afrekum" dagsins.

Á eftir hitti ég móður mína og ömmu og borða með þeim kjúkling að hætti mömmu. Ætlaði að vera búin að hitta ömmu fyrir löngu. Amma litla er krútt.

Bless kæra online dagbók.

Friday, February 27, 2009

Hann er ekkert skotin í þér

Jújú, ég fór á myndina "He's just not that into you". Hún var fín.Voða sæt. Jájá. Fannst bara gaman.

Burt séð frá því þá er ég samt sem áður voðalega upptekin af samskiptum kynjanna og hef verið í dágóðan tíma. Ég fer frá því að vera eins og bitur norn útí að líkjast ástsjúkum ungling sem trúir því að ástin sigri allt. Líklega er það bara eðlilegt miðað við aldur og fyrri störf að kalla ekki allt ömmu sína

Við Anna húmoristi fórum í gegnum spjall þar sem við prófuðum að kalla allt ömmu okkar og við enduðum bara í ruglinu. Pæli alltaf í því þegar ég heyri þetta notað.

Hún kallar ekki allt ömmu sína sko.

Ef lífið væri bara eins og bandarísk bíómynd, þá væru allir sáttir. Líka ég.

Thursday, February 26, 2009

Vild'é væri bara hlýðin

Ég sagði við frænku mína um daginn að ég væri strax komin með leið á því að mæta í vinnuna. Ekki vegna vinnunnar sjálfrar, heldur útaf vinnustaðapólitíkinni og eitthvað sem skiptir sosum ekki máli 90% af tímanum. Hún sagði; já svona er lífið. Maður þarf að gera leiðinlega hluti....eins og að mæta í vinnu.
Vinnunnar nýt ég. Það er á hreinu. En ég vinn á stað þar sem margir vinna og maður vinnur ekki alltaf með sama fólkinu, flestir eru bara skemmtilegir og almennilegir og frekar afslappaðir en faglegir. Svo er alltaf þessi 2% sem eru svo leiðinleg og dónaleg að manni langar að æla. En í staðin heldur maður andliti og smellir hælunum 3var og óskar þess að það fólkið hverfi. En viti menn í staðin er maður komin á gula steypu veginn...(The Yellow Brick Road)

Framkvæmdargleði er rík í mér. Ég er búin að fatta að leti er ekki hindrun mín í að vilja gera eitthvað, heldur leiðindi. Ég nenni engan vegin leiðindum. Leiðindi gera það að verkum að ég verð sorgmædd og svo bara þreytt. Þreytt á því að reyna að vera ekki sorgmædd og þreytt á því að vera innan um leiðindi.

Yfirleitt er allt of mikið að gera hjá mér, en mér tekst samt að komast yfir það. Ég er heppin með aðstæður núna miðað við aldur og fyrri störf og miðað við efnahagshrunið sem hefði getað tekið mig í r*ss ef ég hefði ekki selt íbúð og flutt af landi fyrst. Ég kvarta ekki undan lítilli íbúð eða bílleysis eða að ég lifi undir fátækrarmörkum(ég lýg því, ég kvarta stundum yfir peningaleysi), því ég veit alveg að ég sigli uppúr þessu. Þó mér þykir þetta ekki endilega vera "ævintýri" eða "spennandi tímar", þá er bjartsýnin og hugmyndaflugið ekkert dáið.

Djöfull ætla ég að leggja mig eftir vinnu á morgun. Þessar andvökunætur eru að gera útaf við mig.

Þá er það ákveðið

Að þetta blogg mitt er einum of persónulegt og sundurslitið.

En ég má til með að skrifa um setningu sem ég heyrði.

"Hún er eitthvað svo skrítin. Hún býr bara ein og svona."

Hmm...

Samræðurnar sem þetta er tekið úr innihéldu auðvitað fleiri gullkorn um konu sem er held ég í mesta minnihluta sem mér dettur í hug (nema að hún er held ég ekki lesbía né fötluð). Hún kemur frá landi í Afríku og býr ein hérna á Íslandi.

Það sem ég veit um þesslenskar konur, þá eiga þær nákvæmlega engan tilverurétt. Nema bara til þess að þjóna karlmönnum. Pabbinn ræður öllu, og þegar hann er frá ræður bróðirinn ef hann er til staðar. Svo giftast þær og gerast eignir eiginmannanna. Svo skilst mér að þær séu settar á dularfulla stallinn svona í og með. Ú..kraftur konunnar er mikill og hættulegur, best að einangra hana þegar hún er í ham.

Mér dettur ekki í hug að hefja mig upp á svona fólki, þó mér finnist það eitthvað skrítið. Það er líklega ekkert grín að vera alvöru úglendingur hérna.

Svo hefur maður alltaf Davíð...

Wednesday, February 25, 2009

Óákveðni

Ætli ég hendi þessu ekki bara hingað.

Ég hef verið að hugsa fram og til baka hvað ég á að gera. Fara út í MFA í myndlist eins og hjartað öskrar á eða fara í myndlistakennarann eins og þessi auma praktíska hlið í mér hallast öðru hvoru að...

Það er ekki eins og ég hafi ekki í nógu að snúast í augnablikinu, og er alveg til í að vera í því vegna þess eins að ég nýt þess á svo margan hátt. En ég er alltaf meðvituð um framtíðina. Líklega vegna þess að ég er með það á hreinu hversu stutt lífið er, og líka vegna þess að ég hef komið sjálfri mér á óvart með því hversu fær ég er um að framkvæma þá hluti sem ég ætla mér. Ágætis áætlunargerð og vilji er það sem ég hef haft. Jafnvel þegar fólk í kringum mig gerir kannski lítið annað en að vara mig við hættunum og áhættunni við að taka skrefið. Persónulega finnst mér minna mál að pakka saman og hefja nýtt ævintýri, eða ný og augljósari kaflaskipti, heldur en að hjakka í sama farinu og reyna að smjúga mér inní einhvern lífsstíl sem ég á frekar erfitt með að sætta mig við. Stundum er ég umkringd fólki sem á það til að gagnrýna þá hvöt að vilja breyta lífi sínu. Kalla það eirðarleysi og óþolinmæði og svo einhverja fleiri lesti sem ég nenni ekki að telja upp. Það er því miður þannig að þegar ég finn að ég þrífst hvorki andlega né veraldlega þar sem ég er stödd, þá kemur lítið annað til greina en að hugsa sig til hreyfings. Hvort sem það þýðir að skipta bara um vinnu, eða fara í nám eða eitthvað annað.

Ignorance is bliss.

Mikið er örugglega þægilegt að hafa aldrei farið frá Íslandi. Því þá myndi maður ekki vita hversu rotið þetta virkilega er hérna...Að það væru til heilu þjóðfélögin sem kynnu einfalda kurteisi, að það séu bara white trash aumingjar sem ryðjast bara áfram og rífa kjaft...eins og það sem stuðar mig alltaf mest hérna er þetta blessaða gláp hjá fólki...inn um fokking bílana á ferð..á almenningsstöðum osfrv. Ég held alltaf að ég eigi að kannast við viðkomandi, eða þá að ég sé með horið lekandi og taki ekki eftir því (namm)....Jæja þetta er svona bara röfl með kannski smá sannleikskorni.

Ég veit ekki með þetta allt saman. Ég veit bara að ég er sorgmædd yfir volæðinu í þjóðfélaginu og því sem það er að hafa í för með sér. Ég hef enga trú á uppstokkuninni sem er að fara í gang, né heldur uppröðuninni eins og hún hefur verið, og er ég að tala um Alþingi. Hvað á manneskja að hugsa sem hefur hreinlega skömm að þjóðinni sinni? Það versta er að ég er hluti af þessu. Ég vona að ég sé bara uppfull af efa, og að ég skynji þetta allt saman á rangan hátt.
Í gær var vaktafrí og ég var svo heppin að fá litlu systur mína í heimsókn. Við erum samfeðra og kynntumst fyrir 10 árum. Hún er með skemmtilegri manneskjum sem ég þekki. Svo er hún í ofan á lag svo falleg að ég gæti setið og starað á hana tímunum saman. Hún er frábær.

Við sátum hér og spjölluðum en ákváðum svo, því að stemningin var svo eitthvað febrúarleg, að fara útí búð og kaupa nammi. En kókosbollubakki, suðusúkkulaði og pezpakki urðu fyrir valinu. Hún borðaði 2 bollur og ég 2. Svo kroppuðum við í suðusúkkulaðið og Pezið til skiptis þangað til ég gat ekki meir. Hún gat víst sogið þrúgursykur endalaust eftir allt nammiátið, en hún er líka 16 ára. Við horfðum á höktandi streymi af How I Met your Mother, og plönuðum landflutning eftir nokkur ár. Svo þurfti hún að fara í danstíma.

Ég fór að sinna verkefni með skemmtilegu fólki fram eftir kvöldi.

Fattaði svo seinnipart kvölds að kannski væri ekki sniðugt að borða nammi ofan á inntöku af St.Johns Wart.

Kannski ég geri það núna svona áður en ég fer á kvöldvakt? Verð rosa hress.

Tuesday, February 24, 2009

Háalvarlegt mál

Það vaknar alltaf upp í mér einhver skoðanagjarn tuðari hérna á blogspot.

Á daginn reyni ég að vera ekki að trana mínum skoðunum fram allsstaðar, því ég hef lært að það getur hreinlega komið sér illa að vera ekki fylgjandi sjálfstæðisflokknum, eða jafnvel að vera upplýst um þartilgert umræðuefni og bara geta engan vegin setið á sér. Því reyni ég að þegja og vera sæt til þess að vera tekin inn í þann hóp sem um er að ræða (einmitt). Því hérna, á landinu þar sem jafnréttið er svo langt komið og er há-háþróað er svo auðvelt að vera málefnalegur, því flestir taka því nefnilega ekkert persónulega.

Fjandinn, ég er aftur byrjuð.

Jæja, ég er farin út á meðal fólks. Best skrúfa uppá allrahanda attractivenessið.

Svei attann!

Hvenær ætla ég að skilja það, að (flestir)karlmenn gera manni ekkert greiða til þess að vera næs? Eða jafnvel til þess að standa við orð sín? Eða bara til að sýna vinskap?(sem er víst varla til í samskiptum kynjana)...

Svo er það versta tegundin. Þeir sem ætla að redda manni hinu og þessu ÓUMBEÐIÐ, og gleðja mann svo mikið í kjölfarið að maður hugleiðir giftingu með viðkomandi.

Nema ekki. Svo hættir maður að vera bjargarlaus kvenmaður þegar maður fattar að maður BAÐ ekkert um eitthvað drasl, eða að viðkomandi bretti upp á sér ermarnar og skipti um fokking peru. Og þegar ég man eftir öllu draslinu sem ég hef skrúfað saman og hengt upp og byggt heilu húsgögnin ein, þá verð ég svo pirruð yfir því að vera patronæseruð útaf því einu að ég fæddist typpalaus!

Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vera úrráðalaus né aum.

Svo eru það auðvitað konurnar sem falla fyrir þessum mönnum. Sem geta ekki verið peningalitlar í smá tíma, heldur selja sig hæstbjóðanda- og mæla þá auðvitað á því HVAÐA veitingastað þeir buðu á. Hvernig BÍL hann er á og kíkja líklega á Skóna líka.
-Svo skilja þær ekkert í því eftir marga mánuði að þeim finnst maðurinn bæði leiðinlegur og heimskur og spyrja sig hvers vegna þær eru að púkka uppá hann. En allir vita hvers vegna, og hún kemst að því á endanum að henni sé hollast að vera með honum. Guð veit hvað verður um hana ef hann fer?

Ég gleymdi því að ef maður lokar fyrir möguleikan á því að veita kk-vini manns kynlíf, EVER. Heldur sýnir bara vináttu, spjall, áhuga og vinsemd, - þá er maður búin að eyðileggja tenginguna.

Ég gleymi alltaf forsendunum fyrir þessari vinsemd og jafnvel greiðvikni. Oftast er sætt þegar verið er að gera hosur sínar grænar fyrir manni - ég á það alveg til sjálf. En þegar það er greinilegt að menn vilja bara borga manni fyrir kynlíf eða möguleikan á því, þá held ég að ég vilji frekar fara "erfiðu" leiðina og sjá um mig sjálf áfram.

Samviska mín leyfir mér ekki að selja sál mína, hversu dramatískt sem það kann að hljóma.

-Áðan átti ég einmitt samskipti við mann sem bauðst til að hjálpa mér (fyrir nokkrum mánuðum). Hann fattaði svo að ég er ekki hóra þannig að hann dró í land með greiðann. En auðvitað gerði hann það þannig að ég þurfti að lesa á milli línanna og FATTA það að hann væri ekkert að fara að gera neitt fyrir neinn sem gerir ekkert í staðinn.

Djöfull eru karlmenn stundum ógeðslegir.

Monday, February 23, 2009

2+2=4

Eitt af því sem ég hef reynt að vanda mig við í gegnum tíðina er að láta gjörð fylgja tali. Ég er ekki feimin við að lauma á upplýsingum um hvað sé fyrir stafni ef ég sé ekki fram á að geta framfylgt því. Mér finnst fínt að liggja á því og leyfa því að malla í höfðinu og líkamanum áður en það lifnar við útá við.

Enn og aftur er það að gerast og mér sýnist á öllu að hugmynd(ir) séu að verða að veruleika.

Undanfarið hef ég verið að þreytast á því að hnussa um stöðu landsins og hef sætt mig við að vera hérna að nokkru leiti. Og þegar ég segi "nokkru" meina ég litlu, og þegar ég segi "litlu" meina ég mjjjjjjjjjög litlu.

Það sem er mér mest virði hér, er fjölskyldan mín og tími til að gera það sem ég geri. Hef verið allt of upptekin af vitleysu finnst mér svo ég held að ég ætli að einbeita mér meira að fjölskyldunni og mínum hugarefnum.

Sunday, February 22, 2009

Gjugg í borg!

Þegar ég var á ircinu í gamla daga eftir að hafa ræst tölvuna símleiðis, þegar heyrðust skruðningar og læti og ýmis tæknileg hljóð til að leyfa mannig að heyra hvað maður væri að verða tæknilegur var irc "nikkið" mitt Ragdoll. En ég var mikill aðdáandi Aerosmith og ég var ægilega villt í mér á þeim tíma líka. Þeir eiga lagi Ragdoll sem mér fannst skemmtilegt. -Já, stundum hét ég Tuskudúkka líka. Shit. Hvað var ég nú að hugsa í þá daga.

Kirka var líka annað nafn, en það var til heiðurs grísku gyðjunnar Circe - Kirka á íslensku. En mér fannst ég eiga margt sameiginlegt með henni. Hún var ótrúlega falleg og með sterka kyntöfra sem hún notaði til að lokka karlmenn, sem höfðu by the way steinfallið fyrir henni, inn í "hringinn" sinn (Circle-Circe..jájá þið skiljið) þar sem þeir svo umbreyttust í svín og önnur óaðlaðandi dýr...En áður en það gerðist höfðu þeir víst fallið svo harkalega fyrir henni að þeir misstu valdið yfir sjálfum sér og tóku að reyna að niðurlægja hana til þess að finna aftur til sín...sem tókst ekki betur en svo að þeir breyttust í svín.

Þetta er stutta útgáfan um Kirku. EN sem betur fer átti ég líka Ragdoll til þess að vera pínu flippuð. Eða smá over the top villt. Eða bara geðveik.

Ég er að verða hrædd við þennan póst.

Núna finnst mér ég líkari Miss Daisy úr myndinni Driving Miss Daisy. Fer varlega og er alltaf að reyna að hægja á mér. Það er ekki auðvelt að draga mig útá djammið því mér finnst það svvooo tilgangslaust að eyða helgunum mínum í innantómt ráp innan um ókunnugt fólk, jafnvel þó að það kallist stundum að "networka", eða að mynda tengslanet. Ofmetið eða afskræmt hugtak. Ef mér finnst ekki gaman er ég farin.

Jæja, áður en ég fer að sjá eftir því að skrifa um of mínar skoðanir á hinu og þessu þá ætla ég að birta hérna hluta úr textanum um Tuskudúkkuna....Miss Daisy verður í aftursætinu að skipta sér af.

Ragdoll - Aerosmith

Hot tramp, Daddy's little cutie
So fine, they'll never see ya
Leavin' by the back door, man
Hot time, get it while it's easy
Don't mind, come on up and see me
Rag Doll, baby won't you do me
Like you done before

I'm feelin' like a bad boy
Mmm, just like a bad boy
I'm rippin' up a Rag Doll
Like throwing away an old toy
Some babe's talkin' real loud
Talkin' all about the new crowd
Try and sell me on an old dream
A new version of the old scene
Speak easy on the grape vine
Keep shufflin' the shoe shine
Old tin lizzy, do it till you're dizzy
Give it all ya got until you're put out of your misery

Followers