Monday, February 23, 2009

2+2=4

Eitt af því sem ég hef reynt að vanda mig við í gegnum tíðina er að láta gjörð fylgja tali. Ég er ekki feimin við að lauma á upplýsingum um hvað sé fyrir stafni ef ég sé ekki fram á að geta framfylgt því. Mér finnst fínt að liggja á því og leyfa því að malla í höfðinu og líkamanum áður en það lifnar við útá við.

Enn og aftur er það að gerast og mér sýnist á öllu að hugmynd(ir) séu að verða að veruleika.

Undanfarið hef ég verið að þreytast á því að hnussa um stöðu landsins og hef sætt mig við að vera hérna að nokkru leiti. Og þegar ég segi "nokkru" meina ég litlu, og þegar ég segi "litlu" meina ég mjjjjjjjjjög litlu.

Það sem er mér mest virði hér, er fjölskyldan mín og tími til að gera það sem ég geri. Hef verið allt of upptekin af vitleysu finnst mér svo ég held að ég ætli að einbeita mér meira að fjölskyldunni og mínum hugarefnum.

No comments:

Post a Comment

Followers