Sunday, February 22, 2009

Gjugg í borg!

Þegar ég var á ircinu í gamla daga eftir að hafa ræst tölvuna símleiðis, þegar heyrðust skruðningar og læti og ýmis tæknileg hljóð til að leyfa mannig að heyra hvað maður væri að verða tæknilegur var irc "nikkið" mitt Ragdoll. En ég var mikill aðdáandi Aerosmith og ég var ægilega villt í mér á þeim tíma líka. Þeir eiga lagi Ragdoll sem mér fannst skemmtilegt. -Já, stundum hét ég Tuskudúkka líka. Shit. Hvað var ég nú að hugsa í þá daga.

Kirka var líka annað nafn, en það var til heiðurs grísku gyðjunnar Circe - Kirka á íslensku. En mér fannst ég eiga margt sameiginlegt með henni. Hún var ótrúlega falleg og með sterka kyntöfra sem hún notaði til að lokka karlmenn, sem höfðu by the way steinfallið fyrir henni, inn í "hringinn" sinn (Circle-Circe..jájá þið skiljið) þar sem þeir svo umbreyttust í svín og önnur óaðlaðandi dýr...En áður en það gerðist höfðu þeir víst fallið svo harkalega fyrir henni að þeir misstu valdið yfir sjálfum sér og tóku að reyna að niðurlægja hana til þess að finna aftur til sín...sem tókst ekki betur en svo að þeir breyttust í svín.

Þetta er stutta útgáfan um Kirku. EN sem betur fer átti ég líka Ragdoll til þess að vera pínu flippuð. Eða smá over the top villt. Eða bara geðveik.

Ég er að verða hrædd við þennan póst.

Núna finnst mér ég líkari Miss Daisy úr myndinni Driving Miss Daisy. Fer varlega og er alltaf að reyna að hægja á mér. Það er ekki auðvelt að draga mig útá djammið því mér finnst það svvooo tilgangslaust að eyða helgunum mínum í innantómt ráp innan um ókunnugt fólk, jafnvel þó að það kallist stundum að "networka", eða að mynda tengslanet. Ofmetið eða afskræmt hugtak. Ef mér finnst ekki gaman er ég farin.

Jæja, áður en ég fer að sjá eftir því að skrifa um of mínar skoðanir á hinu og þessu þá ætla ég að birta hérna hluta úr textanum um Tuskudúkkuna....Miss Daisy verður í aftursætinu að skipta sér af.

Ragdoll - Aerosmith

Hot tramp, Daddy's little cutie
So fine, they'll never see ya
Leavin' by the back door, man
Hot time, get it while it's easy
Don't mind, come on up and see me
Rag Doll, baby won't you do me
Like you done before

I'm feelin' like a bad boy
Mmm, just like a bad boy
I'm rippin' up a Rag Doll
Like throwing away an old toy
Some babe's talkin' real loud
Talkin' all about the new crowd
Try and sell me on an old dream
A new version of the old scene
Speak easy on the grape vine
Keep shufflin' the shoe shine
Old tin lizzy, do it till you're dizzy
Give it all ya got until you're put out of your misery

No comments:

Post a Comment

Followers