Thursday, July 30, 2009

Helvítis Andskotans?

Mér varð hugsað til hennar Guðbjargar í vikunni þegar mér var bent á að Kraftædemig, þýddi :krabbamein éti mig. Auðvitað. Ég sem kann dönsku og alles átti að vita þetta, mér fannst bara svo skemmtilegt hvernig þetta hljómaði...KRAFTÆDEMIG! 

Hrikalegra blótsyrði er varla til. Að maður sé nógu brjálaður yfir einhverju að maður kalli svona hræðilegan sjúkdóm yfir sjálfa sig! Danir sko.

Útfrá því hef ég verið að hugsa um íslenskt blót, og hvað sé svona hræðilegt að segja Fjandans, Hlevítis, eða Djöfullinn þegar manni verður á?
Það er hreint ekki hræðilegt. Það versta við það er að það er neikvætt og getur gert fólki í kringum mann bilt við, eða pirrað það. Það er allt annað mál og það er þessvegna sem ég hálfpartinn þoli ekki að heyra of mikið af blóti, eða réttara sagt þegar það er notað í öðru hverju orði, nema þú sért frá Austfjörðum. En hressandi blótshruna er allra meina bót þegar manni er misboðið.

Svo finnst mér íslensku jólasveinarnir meira scary en fjandinn, djöfullinn og helvíti og ég gæti talið til ýmsar ástæður fyrir því. En kannski er það óþarfi þar sem ekkert af þessu er raunverulegt. Krabbamein er aftur á móti eitthvað allt, allt annað.


Sunday, July 26, 2009

Hugleiðsla.

Stundum hugsa ég svo hátt að ég er hrædd um að það heyrist.

Þegar fólk segir um börn, "Hann er bara eins og HUGUR minn" sé ég fyrir mér kolgeggjaðan lítinn brjálæðing sem þolir ekki minnsta áreiti og fer handalaup í staðin fyrir að skríða. Barn sem ískrar í staðin fyrir að hjala og krakka sem hlýðir ALDREI. Ever.

Wednesday, July 22, 2009

Smá snakk með vídeóinu

Mikið hafa dagarnir verið fínir undanfarið. Fyrir utan smá flensu í síðustu viku þá hefur áhugi minn á lífinu aukist. Kannski er það vegna stóraukinnar hreyfigetu (þols). Kannski vegna tóbaksleysis. Kannski bæði.

Adrenalín er nýja dópið mitt. Maður verður alltaf að hafa eitthvað dóp til að gleðja heilann sinn. Amfetamín og kókaín er víst ekki gott fyrir heilann þó að fólki líði oft stórvel af því, niðurtúrinn er svo annað mál. Gras er líka ágætt hef ég heyrt, en persónulega myndi ég ekki nenna að reykja það, ég yrði svo pirruð á letinni í sjálfri mér.

Ég held ég geti talið á fingrum annarar handar skiptin sem ég hef tekið smók af kanabiss-sígarettu, og einu sinni þáði ég kökusneið sem var víst alveg stútfull af einhverju gæðagrasi...Var mér sagt að fara rólega og að vera ekkert að klára hana. En þarna er ég í Bandaríkjunum og hafði náð að borða svo mikinn mat og vera svo oft svöng að ég kláraði bara víst sneiðina! Nema að þarna er húsfélagi minn með eitthvað grútleiðinlegt partí sem ég nennti ekkert að taka þátt í þannig að ég var bara uppi í herbergi að lesa (horfa á innantómt sjónvarpsefni). Svo líður og bíður og ég hugsa með mér, iss, gras er drasl...og pæli mikið í því hvað hljóti að hrjá grasreykingamenn og finnst þessir krakkar þarna niðri ægilega vitlausir að vera svona æstir í þetta rusl. Svo gerist það, ég er að leita mér að einhverri sæmilegri afþreyingu og svo hitti ég á þennan líka fyndna sjónvarpsþátt, sem hittir svo vel á hláturtaugarnar og kitlar þroskaða skopskyn mitt upp úr öllu valdi! Hvern datt í hug að semja þvílíka SNNNIIIILLD???

Ég lá þarna ein í hálfgerðri móðursýkisgleði yfir hnyttninni. Mér var svo létt eftir þessa hláturhviðu, og fannst ég sjálf einmitt líka svo létt. Mikið var orðið gaman. Samt var þessi kaka sem ég át ekkert að virka? Jæja, eftir nokkur hlátursköst til viðbótar varð ég svöng. Enda er ekkert betra en að eiga snakk með góðri bíómynd. Ég fór niður í eldhús, opnaði ísskápinn og tók ALLT úr honum. Svo mikill var valkvíðinn. Frystinn kíkti ég líka í þó ég ætti ekkert í honum. Ég fékk lánaðan hálfan líter af súkkulaðiís og fór upp.

Mig minnir að ég hafi klárað afmælisköku og ísinn ásamt einhverjum brauðsneiðum með majonesi og skinku....(man ekkert hvað var á þeim.) Ég veit bara að ég fór langleiðina með að klára allt sem ég dröslaði með mér upp. Svo svöng var ég.

Mikið var gaman!

Þó var eitt sem ég tók ekki með í dæmið í byrjun. ÁÐUR en ég gæddi mér á saklausu kökunni sem hafði ENGIN áhrif...What goes up must come down. Kannski má þýða þetta: Það sem skýst upp, skellur niður.

Því mórallinn yfir því að éta allt innihald ameríska ískápssins milli þess að raunverulega skemmta sér yfir EVERYBODY LOVES RAYMOND er...mikill.

Friday, July 17, 2009

Abbó krækiber í Helvíti.













Jæja, nú er dagur 3 í veikindum, en ég er ein af þessum heppnu sem náði pestinni. Svo hef ég orðið vör við að fleiri eru veikir. Hvernig veit ég að aðrir eru veikir? Jú-auðvitað er það Facebook að þakka að mér líður ekki eins og krækiberi í Helvíti. Því í gær dúkkuðu upp nokkrir statusar eins og þessir:


Gunna veik :(
eða
Jón með hita :(

Og því fleiri sem urðu veikir því glaðari varð ég! Því þá var ég ekki lengur ein með dularfullu flensuna. Nú var hún orðin viðurkennd. Ég þjáist nefnilega af því að efa sjálfa mig og þá sérstaklega ef ég veikist. ID-ið mitt breytist í yfirmanninn sem ég á í martröðum mínum. Yfirmanninum sem trúir ENGU sem ég segi, og SÉRSTAKLEGA ef ég veikist. Því að í martröðum mínum heldur yfirmaðurinn minn alltaf að ég sé á fylleríi í staðin fyrir að ég hafi orðið veik með flensu. En yfirmanninum langar nefnilega alltaf sjálfum á fyllerí en getur það ekki sökum ábyrgðar sem hann ber í vinnunni. Martraðir eru þannig. Allt sem manni finnst óhugsandi gerist. Ef þú ert hjartahreinn gruna þig allir um græsku osfrv. 0sfrv.

Talandi um martraðir. Ég fékk eina slíka í nótt. Fyrrverandi kærasta mannsins sem ég er svo skotin í var í aðalhlutverki. Hún var eitthvað að ybba gogg og glenna sig. Ég man ekkert hvað gerðist sosum. Ég vaknaði afbrýðissöm. Asnalegt að vakna þannig. Líka fyndið. Afbrýðissöm vegna eigin draumfara...

Enníhú. Á þessum degi 3 í leiðindum og ætla bara að horfa á Woody Allen og sjá hvort ég nái ekki að hugleiða mig inn í batann.

Followers