Thursday, July 30, 2009

Helvítis Andskotans?

Mér varð hugsað til hennar Guðbjargar í vikunni þegar mér var bent á að Kraftædemig, þýddi :krabbamein éti mig. Auðvitað. Ég sem kann dönsku og alles átti að vita þetta, mér fannst bara svo skemmtilegt hvernig þetta hljómaði...KRAFTÆDEMIG! 

Hrikalegra blótsyrði er varla til. Að maður sé nógu brjálaður yfir einhverju að maður kalli svona hræðilegan sjúkdóm yfir sjálfa sig! Danir sko.

Útfrá því hef ég verið að hugsa um íslenskt blót, og hvað sé svona hræðilegt að segja Fjandans, Hlevítis, eða Djöfullinn þegar manni verður á?
Það er hreint ekki hræðilegt. Það versta við það er að það er neikvætt og getur gert fólki í kringum mann bilt við, eða pirrað það. Það er allt annað mál og það er þessvegna sem ég hálfpartinn þoli ekki að heyra of mikið af blóti, eða réttara sagt þegar það er notað í öðru hverju orði, nema þú sért frá Austfjörðum. En hressandi blótshruna er allra meina bót þegar manni er misboðið.

Svo finnst mér íslensku jólasveinarnir meira scary en fjandinn, djöfullinn og helvíti og ég gæti talið til ýmsar ástæður fyrir því. En kannski er það óþarfi þar sem ekkert af þessu er raunverulegt. Krabbamein er aftur á móti eitthvað allt, allt annað.


1 comment:

  1. En gaman :)
    Annars var pabbi að segja mér að ný rannsókn sýnir fram á að blót er verkjastillandi.

    ReplyDelete

Followers