Friday, July 17, 2009

Abbó krækiber í Helvíti.













Jæja, nú er dagur 3 í veikindum, en ég er ein af þessum heppnu sem náði pestinni. Svo hef ég orðið vör við að fleiri eru veikir. Hvernig veit ég að aðrir eru veikir? Jú-auðvitað er það Facebook að þakka að mér líður ekki eins og krækiberi í Helvíti. Því í gær dúkkuðu upp nokkrir statusar eins og þessir:


Gunna veik :(
eða
Jón með hita :(

Og því fleiri sem urðu veikir því glaðari varð ég! Því þá var ég ekki lengur ein með dularfullu flensuna. Nú var hún orðin viðurkennd. Ég þjáist nefnilega af því að efa sjálfa mig og þá sérstaklega ef ég veikist. ID-ið mitt breytist í yfirmanninn sem ég á í martröðum mínum. Yfirmanninum sem trúir ENGU sem ég segi, og SÉRSTAKLEGA ef ég veikist. Því að í martröðum mínum heldur yfirmaðurinn minn alltaf að ég sé á fylleríi í staðin fyrir að ég hafi orðið veik með flensu. En yfirmanninum langar nefnilega alltaf sjálfum á fyllerí en getur það ekki sökum ábyrgðar sem hann ber í vinnunni. Martraðir eru þannig. Allt sem manni finnst óhugsandi gerist. Ef þú ert hjartahreinn gruna þig allir um græsku osfrv. 0sfrv.

Talandi um martraðir. Ég fékk eina slíka í nótt. Fyrrverandi kærasta mannsins sem ég er svo skotin í var í aðalhlutverki. Hún var eitthvað að ybba gogg og glenna sig. Ég man ekkert hvað gerðist sosum. Ég vaknaði afbrýðissöm. Asnalegt að vakna þannig. Líka fyndið. Afbrýðissöm vegna eigin draumfara...

Enníhú. Á þessum degi 3 í leiðindum og ætla bara að horfa á Woody Allen og sjá hvort ég nái ekki að hugleiða mig inn í batann.

1 comment:

  1. Stundum hefur mig dreymt svona skrýtna drauma þar sem ég vakna alveg bálreið út í einhvern, oftast manninn minn. Oftast er hann ekki heima og þá bara rjátlast þetta af manni með góðri morgunbæn. En þegar hann er heima kallgreyið, þá langar mig mest að berja hann þegar ég vakna og sé hann steinsofandi og hefur ekki nokkrar einustu áhyggjur af því sem hann var að gera eða segja í draumnum mínum nokkrum mínútum fyrr. Algjör dóni!

    ReplyDelete

Followers