Saturday, May 30, 2009

Leigumarkaðsþoka

Undanfarið hafa nokkrir verið svo vænir að segja mér að leiguverð á íbúðum sé lægra. Ég hef þau grunuð um að vera ekki á leigumarkaðnum, því að leiguverð er EKKI lægra (ég tel 5 þús kr. lækkun á íbúðum ekki með). Ég hef verið að leigja hér í Reykjavíti síðan í haust og er mjög heppin með verð og leigusala. Stærð íbúðarinnar er svo annað mál. Ekki mjög stórt. Eiginlega bara mjög lítið. Ótrúlega bóhem.

En ég er búin að vera að gæla við að stækka við mig, nema hvað að í boði eru íbúðir frá stærðunum 40-70 m2, og virðast verðin oft ekkert fylgja fermetrastærð, staðsetningu eða hvort íbúðin er í blokk í glæpahverfi osfr... Allavega þá er ég EKKI að fara að borga hundraðþúsund krónur í einhverja blokkaríbúð ÞÓ að myndirnar séu voða fínar. Ég hef komist að því að nærri allir eiga beige-litaða tungusófa-way to go!.

Frekar bý ég í þessu litla hreiðri mínu lengur og hef aðeins meira til að lifa á en að svelta fyrir einhverja steypu útí bæ.

Dæmi u leiguverð: 43 fermetrar á 89 þúsund?? 30 fermetrar á 70 þúsund....
Svo þegar þetta er komið uppí hina stóru 50-60 fermetra þá er þetta bara spurning um hundrað til hundrað og 50 þúsund íslenskar krónur. Je ræt. As iff.

Ég leigi ekkert fyrir 100.000 iskr.- (það er bara pjúra vitleysa miðað við allt annað..eða í stíl við allt annað) ÞÓ að markaðurinn sé fáránlegur og svonaséþettanúbara...Pfh. Hlusta ekki á svona vitleysu.

Ykkur til enn meiri skemmtunar langaði mig að segja frá því að núna rétt í þessu hringdi ég vegna íbúðar sem hljómaði voða vel. Nema hvað að leigusalinn byrjaði á því að segja mér (á innsoginu) að þessi íbúð væri ómöguleg fyrir einn eða eina...EH? Svo sagði hún nokkrum sinnum "ég vil bara segja þér það strax til að vera heiðarleg"...Síðan talaði hún í óþolandi vælutón lengi um ekkert. Þegar ég sagði að það hljómaði eins og hún vildi ekki leigja hana út byrjaði hún að gagga. Ég var farin að sjá hana fyrir mér í heimsókn annan hvern dag í fínu íbúðinni "minni", með eitthvert tilgangslaust erindi. Hún spurði hvort ég væri með meðmæli sem ég játti, enda með endæmum fínn leigjandi. Sem segir auðvitað allt sem hægt er að segja um minn karakter. Nema hvað að...ég varð að segjast þurfa að hlaupa og bæbæjj.

Næst bið ég leigusalann um meðmæli.

Thursday, May 28, 2009

Reykur

Það er dagur 3 í reykleysi hjá mér og ég er að vona að það versta sé yfirstaðið. Í gær var nefnilega vaktafrí og ég lá í fráhvörfum allan daginn. Svitinn var líklega gulur til heiðurs sígarettunnar og svo svaf ég heil ósköp. Mig langaði heldur ekkert til að gera NEITT af því sem ég er vön að gera á frídögunum mínum. Málaði ekki, tók ekki til og talaði ekki neitt í símann fyrr en um hálf níu um kvöldið. Lá bara og horfði á forheimskandi þætti til að þurfa ekki að hafa skoðun á neinu. Öðru hvoru langaði mig að öskra eða deyja. (kannski smá ýkt þetta með dauðann, en ekki langt frá því). Svo felldi ég nokkrum sinnum krókodílatár yfir því volæði sem fylgir þeirri heilbrigðu ákvörðun að HÆTTA að reykja.

En þetta var dagurinn í gær. Hann er búin. Sem betur fer.


"It has been my experience that folks who have no vices have very few virtues."
Abraham Lincoln
16th president of US (1809 - 1865)

Monday, May 25, 2009

Træ...ræ...ræ...

Mikið hlakka ég til að halda námskeiðið sem er að reyna að brjótast útúr höfðinu á mér. Ég þoli ekki þegar ég fæ skemmtilegar og auðframkvæmanlegar hugmyndir sem ég mikla svo fyrir mér að ekkert gerist...Nema að ég yfirleitt enda á því að framkvæma þær, en það er önnur saga.

Í gær horfði ég á 3ju mynd helgarinnar -An American Story- sem fjallar um kexköku í Wisconsin sem á aðeins eitt markmið, en það er að búa til kvikmynd. Og lifa á því að búa til kvikmyndir. HANN röflaði heil ósköp um drauminn sinn og flestu fólki fannst hann í mesta lagi hæfur til að vinna í verksmiðju eða snjómokstri eða einhverju álíka spennandi....Nema hvað að....Hann kláraði myndina sem endaði á Slamdance hátíðinni (árið 1999). Fram að þessu kom hann út eins og aaalgjör.
Boðskapurinn er auðvitað að gera bara mistök og gera það sem maður vill...eða eitthvað. Klúðra þessu bara. Sérstaklega þegar þú ert umkringdur fólki sem hefur svona semítrú á þér. Eða enga.

Eins og konan sagði: Þú ert ekki búin að vera eyða tíma og peningum í þessa menntun til að vinna hér...

Sunday, May 24, 2009

Fleiri kvikmyndir...


Hér er önnur frábær mynd. Hryllings.
Þar er Kóreyska myndin Saga af tveim systrum, eða A tale of two sisters.




Rauða blaðran





Mæli með þessari mynd.















Sérstaklega fyrir þá sem eru marineraðir í hollywood þynnildiskvikmyndum. Jésús. Hún var alveg yndisleg.

Svo mæli ég líka með því að drekka seið sem er búin til með engifer, lime, sítrónu og cayenne pipar. Kreist saman í soðið vatn og appelsínusafa. Þeas. Ef það vantar eitthvað uppá innri hressileikann. En ég mallaði hann eftir uppskrift móður minnar sem er heilsuhneta að upplagi, en ég gleymdi hvítlauknum. Sem er ágætt þar sem ég er að fara út úr húsi og mun líklega rekast á fólk. Jafnvel tala við það, óþarfi að drepa það úr andfýlu. Eða hvað? Ojæja, það fer nú bara eftir því hver á í hlut.

Myndin. muna myndina.

Thursday, May 14, 2009

which witch?


Síðustu nokkra daga hefur sálartetur mitt verið á einhverju flippi. Sumir vilja meina að ég "sé svo viðkvæm", sumir verandi hún móðir mín..En hún hefur margoft bent mér á að fara varlega, eða rólega....eða hægar. Eða eitthvað. Og hef ég oftast farið í vörn innra með mér og haldið að henni finnist ég vera andlegt grey...sem er kannski ívið dramatískt viðmót.

En ef ég tek saman það sem hefur verið að gerast í kringum mig, er ég ekkert hissa á því að það sitji eftir eitthvað innan í mér sem vill hreinlega fá hlutina á hreint. Í dramatískri túlkun þýðir þetta að ég er með öskrandi afskræmingu af ofsaglöðu nornabarni sem hendist örvæntingafullt til og frá í leit að einhverju haldbæru. Einhverju sem réttir af þá bilun (geðveiki) sem það er að upplifa og valda.

1.
Ég er vonsvikin. Ég hef verið að fylgjast með umræðum fólks um hitt og þetta sem er í gangi í þjóðfélaginu og mér líður eins og ég búi á eyju fullri af kexkökum - Eða crackers. Hvítu rusli. Lykilorð: Líður. Kannski bylur hæst í tómri tunnu, kannski hefur það fólk hæst sem veit ekkert í sinn haus. Sem betur fer finnur maður frávikin innan um fávísina.

2.
Ég fékk afganginn af eigum mínum sendar heim frá Bandaríkjunum um daginn og ég hef ekki haft eirð í mér að ganga almennilega frá. Ekki að mér líði vel í óreiðunni, heldur er bæði mjög lítið pláss til að koma því fyrir, og svo hefur mig ekkert langað til að fara í gegnum draslið. Ég er nefnilega ein af þeim sem fer á memory lane-trip þegar ég þarf að pakka, eða afpakka. Ég nenni því ekkert alltaf og sérstaklega ekki undanfarið þar sem ég er búin að vera nokkuð ánægð með það sem ég hef hér. Korny- I know.

3.
Ég hef ákveðið að 3. ástæða andsetinnar hegðunnar komi ykkur ekki við að svo stöddu.
Hægt er að nálgast mig í síma 615 1475 fyrir nánari upplýsingar.

Góðar stundir.

Tuesday, May 12, 2009

Sýning

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég búin að vera að mála myndir fyrir sýningu sem er c.a. í sept.-okt. Kannski fyrr. Vonandi.

Ég er loksins búin að panta blessaða venue-ið og hlakka til að sjá hvað verður.

Í fullkomnum heimi myndi ég ekki gera neitt annað en nákvæmlega þetta. Strigarnir eru farnir að stækka og hugmyndirnar með. Helst vildi ég búa í íbúð (rými) sem leyfði mér að sulla eins mikið útum allt og ég þarf. Það er frekar fyndið að þykjast tapa sér og þurfa samt að vanda sig til þess að það komi ekki blettir á plastparkettið.

Ég hef ekki málað í svona viku (allt of lengi!). En hef teiknað og skissað.

Sumir tala, skrifa, leika, lesa, syngja og dansa. Ég skal gera þetta allt, en bara ef ég fæ að mála.

Í cynical heimi ber að varast að skrifa svona blogg.

Það eru aaaaalveg að koma myndir á alnetið. Ég finn það á mér.

Wednesday, May 6, 2009

Frídagur

Þar sem ég vinn vaktavinnu fæ ég frídaga einu sinni í viku sem eru ekki í samræmi við neitt. Stundum á þriðjudegi, oft á miðvikudegi en oftast á fimmtudegi. Í dag var miðvikudagsfrídagur. En í staðin fyrir þennan dag vinn ég aðra hverja helgi og einhver random kvöld. Ágætt, ágætt.

Ég ætlaði að vinna í hinni vinnunni í dag en ég NENNTI því ekki. Ónei. Því í dag var sól. Ekki rigning, heldur sól. Því eyddi ég honum í að drekka te og teikna úti í garði. En ég er komin í skopmyndastuð, því ég er svo oft vitni að, eða skotspónn í fáránlegum aðstæðum sem ég fer ekki nánar útí hér, því ég hef komist að því að það er hægt að móðga fólk með hóli og fólk sem maður þekkir ekki getur tekið mann svo inná sig og ég er farin að halda, að það sé til fólk sem er ekki einu sinni til sem myndi grípa tækifærið og taka því sem ég segi og snúa uppá það til þess að fá kikkinn útúr því einu að fara móðgað frá samræðum við mig.

Ég held að neikvæðnin í fjölmiðlum, fjölmiðlaflutningi, samfélagsumræðunni og landlæga kaldhæðnin í "okkur íslendingum" sé búin að eyðileggja hæfni okkar í venjulegum, hversdagslegum samræðum.

En sko. Það er mín ágiskun. Skoðun jafnvel. Þetta kemur allt í ljós.

Djöfulsins röfl er þetta alltaf hreint.

Saturday, May 2, 2009

Tilviljun?

Í dag fór ég snemma úr vinnunni til að hlýða á hvað David Lynch segir um Trancendental Meditation.

Það var gaman að sjá hve margir komu í Háskólabíó að sjá hann. Þó spyr ég mig alveg hvort fólk kom til að sjá stjörnuna eða hvort svona margir hafi áhuga á hugleiðslu. Ég fór til að sjá manninn (auðvitað! Þetta er Lynch!), en ég var mjög forvitin að heyra um hugleiðsluna og hvað hún hefur gert fyrir hann. Háskólabíó var fínt.

Síðan fór ég í Saltfélagið að heyra meira, en því miður fannst mér það ekki eins gaman. Gott að heyra í honum, Roger Tom og Sigurjóni, en mér fannst skrítið hvað nokkrir spyrlar virtust hreinlega misskilja tilgangin með þessu málþingi. Efi og tortryggni er eitthvað sem hefur fylgt mér síðan ég man eftir mér, en ef ég skildi þetta rétt þá var hann að koma til að deila með okkur hugleiðsluaðferð sem hefur dýpkað líf hans og fært honum innri hamingju osfrv. Ekkert flóknara en það. Svo virtist sem nokkrum fyndist hann vera að reyna að lokka okkur (sauðina) í sértrúarflokk. Heyrði þessu líkt við Herbalife kynningu og fleira fáránlegt.

Hérna eyða margir krónunum sínum í kort í World Class ofl. til að flexa vöðvana sína. Það er mjög gott fyrir líkamlega heilsu og hjálpar geðinu að haldast fyrir ofan frostmark. Engin fárast yfir því að þurfa að borga fyrir það, eða einkaþjálfara ef út í það er farið...Þessvegna finnst mér svo skrítið að vera vitni að svona viðbrögðum.

Aldrei sagði hann að þessi aðferð væri best af öllum. Hann var að segja frá henni.

Einu sinni sagði jóganunna mér að geðveiki væri afleiðing af andlegum dauða..eða andlegum svefni...Að við værum svo þróuð tæknilega og vitrænt og að við gætum aðlagað okkur að öllum framförum á ógnarhraða, en að andlega líf okkar hér í vestrænum heimi þjáist í kjölfarið því við huguðum illa að því. Hennar orð.

Followers