Thursday, May 28, 2009

Reykur

Það er dagur 3 í reykleysi hjá mér og ég er að vona að það versta sé yfirstaðið. Í gær var nefnilega vaktafrí og ég lá í fráhvörfum allan daginn. Svitinn var líklega gulur til heiðurs sígarettunnar og svo svaf ég heil ósköp. Mig langaði heldur ekkert til að gera NEITT af því sem ég er vön að gera á frídögunum mínum. Málaði ekki, tók ekki til og talaði ekki neitt í símann fyrr en um hálf níu um kvöldið. Lá bara og horfði á forheimskandi þætti til að þurfa ekki að hafa skoðun á neinu. Öðru hvoru langaði mig að öskra eða deyja. (kannski smá ýkt þetta með dauðann, en ekki langt frá því). Svo felldi ég nokkrum sinnum krókodílatár yfir því volæði sem fylgir þeirri heilbrigðu ákvörðun að HÆTTA að reykja.

En þetta var dagurinn í gær. Hann er búin. Sem betur fer.


"It has been my experience that folks who have no vices have very few virtues."
Abraham Lincoln
16th president of US (1809 - 1865)

2 comments:

Followers