Monday, May 25, 2009

Træ...ræ...ræ...

Mikið hlakka ég til að halda námskeiðið sem er að reyna að brjótast útúr höfðinu á mér. Ég þoli ekki þegar ég fæ skemmtilegar og auðframkvæmanlegar hugmyndir sem ég mikla svo fyrir mér að ekkert gerist...Nema að ég yfirleitt enda á því að framkvæma þær, en það er önnur saga.

Í gær horfði ég á 3ju mynd helgarinnar -An American Story- sem fjallar um kexköku í Wisconsin sem á aðeins eitt markmið, en það er að búa til kvikmynd. Og lifa á því að búa til kvikmyndir. HANN röflaði heil ósköp um drauminn sinn og flestu fólki fannst hann í mesta lagi hæfur til að vinna í verksmiðju eða snjómokstri eða einhverju álíka spennandi....Nema hvað að....Hann kláraði myndina sem endaði á Slamdance hátíðinni (árið 1999). Fram að þessu kom hann út eins og aaalgjör.
Boðskapurinn er auðvitað að gera bara mistök og gera það sem maður vill...eða eitthvað. Klúðra þessu bara. Sérstaklega þegar þú ert umkringdur fólki sem hefur svona semítrú á þér. Eða enga.

Eins og konan sagði: Þú ert ekki búin að vera eyða tíma og peningum í þessa menntun til að vinna hér...

1 comment:

  1. Námskeið? Hmmm... Ég er dáldið spennt að heyra meira um það.

    ReplyDelete

Followers