Wednesday, May 6, 2009

Frídagur

Þar sem ég vinn vaktavinnu fæ ég frídaga einu sinni í viku sem eru ekki í samræmi við neitt. Stundum á þriðjudegi, oft á miðvikudegi en oftast á fimmtudegi. Í dag var miðvikudagsfrídagur. En í staðin fyrir þennan dag vinn ég aðra hverja helgi og einhver random kvöld. Ágætt, ágætt.

Ég ætlaði að vinna í hinni vinnunni í dag en ég NENNTI því ekki. Ónei. Því í dag var sól. Ekki rigning, heldur sól. Því eyddi ég honum í að drekka te og teikna úti í garði. En ég er komin í skopmyndastuð, því ég er svo oft vitni að, eða skotspónn í fáránlegum aðstæðum sem ég fer ekki nánar útí hér, því ég hef komist að því að það er hægt að móðga fólk með hóli og fólk sem maður þekkir ekki getur tekið mann svo inná sig og ég er farin að halda, að það sé til fólk sem er ekki einu sinni til sem myndi grípa tækifærið og taka því sem ég segi og snúa uppá það til þess að fá kikkinn útúr því einu að fara móðgað frá samræðum við mig.

Ég held að neikvæðnin í fjölmiðlum, fjölmiðlaflutningi, samfélagsumræðunni og landlæga kaldhæðnin í "okkur íslendingum" sé búin að eyðileggja hæfni okkar í venjulegum, hversdagslegum samræðum.

En sko. Það er mín ágiskun. Skoðun jafnvel. Þetta kemur allt í ljós.

Djöfulsins röfl er þetta alltaf hreint.

No comments:

Post a Comment

Followers