Saturday, May 30, 2009

Leigumarkaðsþoka

Undanfarið hafa nokkrir verið svo vænir að segja mér að leiguverð á íbúðum sé lægra. Ég hef þau grunuð um að vera ekki á leigumarkaðnum, því að leiguverð er EKKI lægra (ég tel 5 þús kr. lækkun á íbúðum ekki með). Ég hef verið að leigja hér í Reykjavíti síðan í haust og er mjög heppin með verð og leigusala. Stærð íbúðarinnar er svo annað mál. Ekki mjög stórt. Eiginlega bara mjög lítið. Ótrúlega bóhem.

En ég er búin að vera að gæla við að stækka við mig, nema hvað að í boði eru íbúðir frá stærðunum 40-70 m2, og virðast verðin oft ekkert fylgja fermetrastærð, staðsetningu eða hvort íbúðin er í blokk í glæpahverfi osfr... Allavega þá er ég EKKI að fara að borga hundraðþúsund krónur í einhverja blokkaríbúð ÞÓ að myndirnar séu voða fínar. Ég hef komist að því að nærri allir eiga beige-litaða tungusófa-way to go!.

Frekar bý ég í þessu litla hreiðri mínu lengur og hef aðeins meira til að lifa á en að svelta fyrir einhverja steypu útí bæ.

Dæmi u leiguverð: 43 fermetrar á 89 þúsund?? 30 fermetrar á 70 þúsund....
Svo þegar þetta er komið uppí hina stóru 50-60 fermetra þá er þetta bara spurning um hundrað til hundrað og 50 þúsund íslenskar krónur. Je ræt. As iff.

Ég leigi ekkert fyrir 100.000 iskr.- (það er bara pjúra vitleysa miðað við allt annað..eða í stíl við allt annað) ÞÓ að markaðurinn sé fáránlegur og svonaséþettanúbara...Pfh. Hlusta ekki á svona vitleysu.

Ykkur til enn meiri skemmtunar langaði mig að segja frá því að núna rétt í þessu hringdi ég vegna íbúðar sem hljómaði voða vel. Nema hvað að leigusalinn byrjaði á því að segja mér (á innsoginu) að þessi íbúð væri ómöguleg fyrir einn eða eina...EH? Svo sagði hún nokkrum sinnum "ég vil bara segja þér það strax til að vera heiðarleg"...Síðan talaði hún í óþolandi vælutón lengi um ekkert. Þegar ég sagði að það hljómaði eins og hún vildi ekki leigja hana út byrjaði hún að gagga. Ég var farin að sjá hana fyrir mér í heimsókn annan hvern dag í fínu íbúðinni "minni", með eitthvert tilgangslaust erindi. Hún spurði hvort ég væri með meðmæli sem ég játti, enda með endæmum fínn leigjandi. Sem segir auðvitað allt sem hægt er að segja um minn karakter. Nema hvað að...ég varð að segjast þurfa að hlaupa og bæbæjj.

Næst bið ég leigusalann um meðmæli.

2 comments:

  1. Haha, fyndin. Já, það er gott að gera það. Ég geri þetta oft þegar ég er í að vasast eitthvað á "opinberum" stöðum, og fólk er: "Kennitalan?" 010579...En þín? "Nafn?" Þóra... En þitt? Ógeðslega skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðunum.
    Annars á ég ekki beislitan tungusófa.

    ReplyDelete
  2. enda ert þú ekki farin á hausinn að reyna að leigja húsið þitt. (sbr sófinn..sem gæti allt eins verið flatskjár)

    ReplyDelete

Followers