Tuesday, March 31, 2009

X-?

Þar sem ég hef bara verið heima í dag "minding my own business" hefur það þotið aftur og aftur í gegnum hugann á mér spurning sem er gjörsamlega að fara með mig. En hún er: "Eru allir í fokking framboði?". Ég er líklega síðasta manneskjan til að setja sig upp á móti nýjum hugmyndum, en ég er líka það vel gefin að mér dettur ekki í hug að velja bara "einhvern annan" til að stjórna landinu, eða ekkistjórna landinu. Eða eitthvað.

Ex-púff

Ég væri líklega löngu komin í framboð ef ég gæti haldið mér dofinni og málefnalegri í umræðum sem snerta mig jafn mikið og þær gera. Þessvegna finnst mér ótrúlega skrítið að fylgjast með samskonar tilfinningahrúgum vera að ota sínum tota í stjórnmálum.

Oh, well.

Wednesday, March 25, 2009

Myspace Brúðkaup - loksins!


Núna, rétt áður en ég fer að vinna að mikilvægum og áhugaverðum verkefnum smellti ég á Firefox til að tékka á því hvað er að gerast á netinu. Upphafssíðan mín er Myspace (er í lánstölvu og leyfði svona smáatriðum bara að vera ósnertum, afsak, afsak), en í dag blasti þetta við mér.

Hvernig væri það? Taka þátt í Keppni um besta sambandið en vera samt eins og Joaquin Phoenix í framkomu? Þannig yrði maður líklega. Nema að maður kæmist í markaðssetningarfíling og myndi poppa upp alla framkomu og fas til þess að fá að giftast Myspace-style.

Djöfull hlýtur að vera gaman að vera mannfræðingur í dag. Ég myndi taka að mér stúdíu um raunveruleikaþætti og hvað það er sem trekkir fólk upp í að - fara í fyrsta lagi í inntökusíuna til að "fá" að vera með (hvað gera pörin sem fá ekki að vera með?). Og svo líka hvaða eðli er það sem fær fólk til að langa í sigur...framyfir hin hamingjusömu pörin í sjónvarpinu....eða raunveruleikanum...eða eitthvað. En eins og alltaf mun ég komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé samfélagslegt og að manneskjan hafi í raun enga hugmynd um hvað hún er að gera hérna. Eltir bara næsta hóp og vonar að hann sé lykillinn að sannleikanum. Eða ekki. Eða eitthvað.

En ég ætla að fylgjast með þessu kapphlaupi um ókeypis brúðkaup...í boði Myspace.

Monday, March 23, 2009

Læra meira og meira, meir' í dag en í gær...


Síðustu daga hef ég mikið verið að hugsa um dauðann. Ég var búin að skrifa uppkast að dauðabloggi í dag eftir vinnu, en ákvað að eyða því vegna þess að mér fannst það of morbid umræðuefni. En ég er líklega undir áhrifum frá mínu daglega lífi þar sem ég umgengst misveikt fólk á efri árum í 40 klst á viku. Líf þeirra er farið að virðast styttra og styttra og ég fæ oft að heyra setningar sem byrja á "ég hefði átt að" -ferðast meira osfrv. eða -eins og ég túlka það-að huga að hjartans málum.

Ég get ekki að því gert að huga að mínu eigin lífi (kapphlaupi) og finna að mig langar að kasta öllu bulli til hliðar og sinna mínum hjartans málum og láta bull og vitleysu vera, hvort sem það er einhverskonar eyðileggjandi lífsstíll, eða blaður í fólki sem vill fá mann með í hina og þessa hópa svo maður brenni ekki í helvíti, eða bara elítista sem vilja sannfæra mann um að álit annara og tengslanet í bissness sé það sem auðveldi manni lífið. Að því gefnu að það sé hugur minn og engra annara sem metur innihald liðins dags áður en ég sofna...

Dauðinn fær mig til að hugsa um lífið og því finnst mér skrítið hversu mikið tabú það er að nefna hann. Vissulega hef ég oft séð eftir fólki sem kveður þennan heim, því ég elskaði það eða bara líkaði við. Ég gleðst þegar fólk sigrast á ósigrandi sjúkdómum og heldur áfram að lifa. Enda er það víst eðlilegra.

Þegar ég var unglingur skrifaði ég mörg ljóð (eins og margir sem féllu fyrir reykelsum og Pink Floyd hékk ég inní herbergi með blað og blýant og var djúp), en ég man eftir einu sem hét "Þú ert vinur minn". Að sjálfsögðu man ég ekki eftir ljóðinu og ég býst ekki við að finna það aftur en það fjallaði um dauðann og að hann væri vinur minn vegna þess að mér fannst svo gott að vita hvar ég hef hann. Hann kemur. Ég dey. Hann gerir mér ekkert og tekur bara á móti mér. Það ætti ekki að vera neitt hræðilegt við það, enda fannst mér það ekki. Ég átti reyndar stutt tímabil þar sem ég óskaði þess að fá að sleppa því að vakna. En...er það svo óalgengt?

Ég las í bæklingi á spítala að það væri merki um geðveiki að hugsa of mikið um tilgang lífssins og/eða dauðann.

Ég hef lesið margar bækur um það hvernig á að lifa. Ég má ekki elska of mikið. Ég má ekki vera of eftirlát, ég má ekki vera of snúin, ég má segja það sem mér finnst -ef það kemur ekki illa við neinn. En ég á að setja fólki stólinn fyrir dyrnar ef það er ekki að lifa eins og ég lifi. , ég á að vera sterk, ég á að elta drauma mína, ég á að vera praktísk. Öllum þarf að líka við mig, ég á að vera sjálfstæð. Ekki vera meðvirk, en ekki vera dónaleg. Ekki vera ofurkona því þær deyja fyrr, en ekki vera letingi því það er aumingjaskapur. FINNDU MILLIVEGIN Í LÍFINU. Ekki vera of tilhöfð, ekki vera drusla. Vertu ekki of sexí, vertu kvenleg. Ekki drekka, ekki reykja - það drepur þig.

Saturday, March 21, 2009

Mark Ryden


Ég er hér með opinberlega með Mark Ryden á heilanum. Ég sá fyrst mynd eftir hann í kringum 2002-3 og hef ekki fundið lifandi málara sem hefur jafn sterk áhrif á mig og hann. Hann er ótrúlega fær með pensilinn og svo elska ég symbolismann hjá honum og auðvitað hvað hann er fígúratívur. Ég hef auðvitað rekist á fleiri málara sem ég fíla, en þeir bara ná ekki að festa sess í huga mér eins og þessi magnaði listamaður. Ef ég næ einhverntíman að gefa fólki eitthvað í líkingu við það sem hann gefur mér mun ég deyja sátt.

Monday, March 16, 2009

Útlit.


Ég held að útlitsþráhyggja sé með lúmskustu fyrirbærunum sem "hrjáir" samtímafólk. Þar sem ég get ekki sagt neitt nema útfrá sjálfri mér og því sem ég sé og heyri þá langaði mig að skrifa smá pistil um þetta fyrirbæri sem virðist hafa tekið yfir vestræna heiminn. Fyrir utan stöður og völd, þá er eins og útlit sé í topp 3 sætum yfir þá hluti sem virðast vera mikilvægastir okkur. Ég tek fram að ég er ekki að tala um líkamlega né andlega heilsu (sem virðist haldast í hendur samt sem áður).



Snemma á 10. áratugnum byrjaði ég að rífa kjaft og þreyta vinkonur mínar með ræðum yfir því hversu heimskulegur Undrabrjóstahaldarinn var. Wonderbra var fyrirbæri sem ýtti túttunum upp undir höku til þess að ná athygli hjá strákum sem á fannst brjóst hvort sem er frábær. Ég ímyndaði mér vonbrigðin í lok eltingaleiks, þegar kvenmaðurinn hafði "krækt" sér í karldýrið, rifið af sér brjóstarhaldarann og raunverulegu brjóstin féllu niður að maga. Svipurinn á honum tjáði líklega undrun.. Wonderbra?

Þetta er sem sagt langt síðan. Ég man eftir því hversu mikill downer ég upplifði mig fyrir að finnast þetta brjóstaflipp bilað.

Gerfibrjóstin á öðrum hverjum kvenmannslíkama, anorexían, búlimian, æfingamanían og matarþráhyggjan. Hégóminn og yfirborðsmennskan. Allt þetta eru hlutir sem mér þykir eðlilegt að líta á sem skaðlega fyrir andlega og líkamlega heilsu. Mér finnst það eiginlega augljóst. En í dag, 16. mars 2009 er ég ein af þessum leiðinlegu sem finnst gerfibrjóst asnaleg. Ekki ljót. Bara tilgangslítil. Mjóuveikin er líka skrítin. Og þar tala ég af reynslu. Ég var alveg týpískur óhamingjusamur unglingur sem var ekki ánægð fyrr en ég var 49 - 51 kg. Ég er 170 á hæð, og ég þurfti að hafa mikið fyrir því að vera hormjóna. Það var ekki fyrr en sett var á mig hjartamælitæki sem ég hugsaði að "kannski" væri ekki í lagi með matarhætti mína. En sama hvað mér leið hræðilega var fólk í kringum mig svo glatt fyrir mína hönd. Því nú væri ég mjó og falleg.
Og það skrítna var að það voru kynsystur mínar sem ýttu undir þetta...ekki hinir...

Myndin er frönsk antík.

Sunday, March 15, 2009

Vá...

Það sem það fokkar í mér að fara á túr er ekkert fyndið. Ég í fyrsta lagi missi hæfileikann til að velja á milli hluta, hvort sem það er hvað ég vil borða eða hvort ég vil eitthvað dunda mér eða hvað. Ég endaði þá bara á því að liggja í sófanum með enga skoðun á neinu. Sem væri allt í lagi ef mér tækist þá bara að loka munninum á meðan. Því það sem gerist þvert ofan í þetta skoðana-og viljaleysi er að ég hef harðar skoðanir á öllu sem mér finnst leiðinlegt, fólki sem mér finnst fífl og svo ég tali nú ekki um fjármál. Ég ímynda mér það versta um fólk en um leið langar mig mest til að klóra úr mér augun og láta fjarlægja úr mér tunguna. Aumingja samferðafólk mitt.

En mér tókst samt að vakna uppúr rotinu/geðveikinni um kvöldmatarleytið og skellti mér í módelteikningasession galore þökk sé hughrifum frá þessum bloggara/teiknara.

Saturday, March 14, 2009

Listamaður


Loksins fór ég á sýninguna með Alfreð Flóka í Hafnarhúsinu. Það þarf ekki að taka það fram að ég naut hennar vel. Ég hlustaði á útvarpsviðtal við hann og fannst hann mjög fyndinn og ótrúlega narsissískur. Eða kannski bara Narsissískur. Óþarfi að ýkja þá hneigð neitt þar sem hún er ýkt að eðlisfari. En ég var svo sammála honum með margt og fannst gaman að því að honum fannst fólk fífl, nema sumir. En fékk líka kikk útúr því að sjá myndirnar í fullri stærð þarna sem ég eignaðist þegar ég var 11-12 ára úr sýningarbæklingi sem ég tók í sundur og límdi á herbergisvegginn minn. Dáðist að þeim vegna þess hvað hann var djarfur og hvernig það vakti upp í mér hugsanir og tilfinningar sem ég hafði ekki haft áður. Aldrei fannst mér hann pervertískur eða klámfengin og í kjölfarið sá ég ekkert athugavert við þetta. Svo fannst mér gaman að sjá svona fínar teikningar...Stundum leit mamma á vegginn minn og hnyklaði brýrnar. Því á honum voru líka psycadellic plakat úr Pink Floyd plötu, AHA, Europe og Madonnu og honum þarna Rick Astley -sem Ólöfu frænku minni fannst líkjast einhverjum úr Flokki Mannsins.

Monday, March 9, 2009

Monday monday..


Í dag er vaktarfrí. Ég elska vaktarfrí. Reyndar komst ég ekki í vinnuna í gær útaf bakinu mínu góða, sem langar að komast í vinkil aftur.

Þegar ég kom heim síðasta maí labbaði ég eins og gömul kona í nokkra mánuði. Það kom ósjaldan fyrir að ég ó-aði og æ-aði útaf verkjum. Ég þakka því frostinu og hálkunni fyrir það. En í N.Minnesota varð 40° frost á Celcius og Farenheit, þannig að ef gamla konan í mér var til staðar einhversstaðar með liði sem segja til um veðrið, þá vaknaði hún þar.

Mér var sagt að drekka mikið vatn og fara út að ganga.

Þar sem allt sem er ókeypis er í miklu uppáhaldi hjá mér þá hef ég verið í vatnsþambi og ætla mér út að rölta við fjöruna.

Og já. Hvað á maður að kjósa? Ég bara spyr.

Saturday, March 7, 2009

Svefn, svefn, svefn.

Eitt af því besta sem ég veit er að sofa. Ég elska að sofa þangað til að líkaminn á mér fer sjálfkrafa upp úr rúminu, úthvíldur og streitulaus, hellir uppá kaffi í auto-pilot og tjillar þar til að hugmyndir fara að koma í heilann.

Í kvöld sé ég ekki fram á þannig morgun. Reyndar er nótt. Klukkuna vantar eina mínútu í 3.

Alveg sama hvað ég er bjartsýn þá er það bara þannig að ef ég er á kvöldvakt 2 kvöld í röð þá er ég komin í vampíru mód. Það versta er að ég á að mæta á morgunvakt eftir 4 klst og 59 mínútur.

Vei mér að hafa fengið mér kaffi um ellefu leitið í kvöld. Vei kaffi. Vei maskaranum sem hefur klárast! Vei brauði. osfrv.

En ég veija ekki öllu. Nei það er ekki svo.

Næsta blogg verður rosa kúl, pólitískt, upplýst, málefnalegt og hrokafullt.

Ég lofa. Ég er að reyna. Ég lofa.

Followers