
Ég er hér með opinberlega með Mark Ryden á heilanum. Ég sá fyrst mynd eftir hann í kringum 2002-3 og hef ekki fundið lifandi málara sem hefur jafn sterk áhrif á mig og hann. Hann er ótrúlega fær með pensilinn og svo elska ég symbolismann hjá honum og auðvitað hvað hann er fígúratívur. Ég hef auðvitað rekist á fleiri málara sem ég fíla, en þeir bara ná ekki að festa sess í huga mér eins og þessi magnaði listamaður. Ef ég næ einhverntíman að gefa fólki eitthvað í líkingu við það sem hann gefur mér mun ég deyja sátt.
Er þetta opinbert núna fyrst? Ég var búin að vita þetta lengi lengi lengi.
ReplyDeleteAhh...opinert almenningi ;) ÞÚ ert vinur minn
ReplyDelete