Wednesday, March 25, 2009

Myspace Brúðkaup - loksins!


Núna, rétt áður en ég fer að vinna að mikilvægum og áhugaverðum verkefnum smellti ég á Firefox til að tékka á því hvað er að gerast á netinu. Upphafssíðan mín er Myspace (er í lánstölvu og leyfði svona smáatriðum bara að vera ósnertum, afsak, afsak), en í dag blasti þetta við mér.

Hvernig væri það? Taka þátt í Keppni um besta sambandið en vera samt eins og Joaquin Phoenix í framkomu? Þannig yrði maður líklega. Nema að maður kæmist í markaðssetningarfíling og myndi poppa upp alla framkomu og fas til þess að fá að giftast Myspace-style.

Djöfull hlýtur að vera gaman að vera mannfræðingur í dag. Ég myndi taka að mér stúdíu um raunveruleikaþætti og hvað það er sem trekkir fólk upp í að - fara í fyrsta lagi í inntökusíuna til að "fá" að vera með (hvað gera pörin sem fá ekki að vera með?). Og svo líka hvaða eðli er það sem fær fólk til að langa í sigur...framyfir hin hamingjusömu pörin í sjónvarpinu....eða raunveruleikanum...eða eitthvað. En eins og alltaf mun ég komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé samfélagslegt og að manneskjan hafi í raun enga hugmynd um hvað hún er að gera hérna. Eltir bara næsta hóp og vonar að hann sé lykillinn að sannleikanum. Eða ekki. Eða eitthvað.

En ég ætla að fylgjast með þessu kapphlaupi um ókeypis brúðkaup...í boði Myspace.

1 comment:

Followers