Monday, March 9, 2009

Monday monday..


Í dag er vaktarfrí. Ég elska vaktarfrí. Reyndar komst ég ekki í vinnuna í gær útaf bakinu mínu góða, sem langar að komast í vinkil aftur.

Þegar ég kom heim síðasta maí labbaði ég eins og gömul kona í nokkra mánuði. Það kom ósjaldan fyrir að ég ó-aði og æ-aði útaf verkjum. Ég þakka því frostinu og hálkunni fyrir það. En í N.Minnesota varð 40° frost á Celcius og Farenheit, þannig að ef gamla konan í mér var til staðar einhversstaðar með liði sem segja til um veðrið, þá vaknaði hún þar.

Mér var sagt að drekka mikið vatn og fara út að ganga.

Þar sem allt sem er ókeypis er í miklu uppáhaldi hjá mér þá hef ég verið í vatnsþambi og ætla mér út að rölta við fjöruna.

Og já. Hvað á maður að kjósa? Ég bara spyr.

1 comment:

  1. Uss uss. Ekki gott að heyra.
    Alltaf að taka lýsi, það er svo gott til að smyrja liðina.
    Ég rölti fjöruna reglulega með hundana mína og finnst það algjört æði. Við sjóinn finn ég algjöran hjartafrið. Lyktin og hljóðin. Elskaða. Og hundarnir líka.

    ReplyDelete

Followers