Saturday, March 14, 2009

Listamaður


Loksins fór ég á sýninguna með Alfreð Flóka í Hafnarhúsinu. Það þarf ekki að taka það fram að ég naut hennar vel. Ég hlustaði á útvarpsviðtal við hann og fannst hann mjög fyndinn og ótrúlega narsissískur. Eða kannski bara Narsissískur. Óþarfi að ýkja þá hneigð neitt þar sem hún er ýkt að eðlisfari. En ég var svo sammála honum með margt og fannst gaman að því að honum fannst fólk fífl, nema sumir. En fékk líka kikk útúr því að sjá myndirnar í fullri stærð þarna sem ég eignaðist þegar ég var 11-12 ára úr sýningarbæklingi sem ég tók í sundur og límdi á herbergisvegginn minn. Dáðist að þeim vegna þess hvað hann var djarfur og hvernig það vakti upp í mér hugsanir og tilfinningar sem ég hafði ekki haft áður. Aldrei fannst mér hann pervertískur eða klámfengin og í kjölfarið sá ég ekkert athugavert við þetta. Svo fannst mér gaman að sjá svona fínar teikningar...Stundum leit mamma á vegginn minn og hnyklaði brýrnar. Því á honum voru líka psycadellic plakat úr Pink Floyd plötu, AHA, Europe og Madonnu og honum þarna Rick Astley -sem Ólöfu frænku minni fannst líkjast einhverjum úr Flokki Mannsins.

No comments:

Post a Comment

Followers