Tuesday, September 29, 2009

Sit hérna hálf vönkuð eftir annasama daga. Ég er enn að umpakka ferðatöskunni minni. Ótrúlegt en satt þá hefur það verið langdregnasta verkið hingað til í sambandi við þessa flutninga. Ég hef losað mig við svona sjöfalt það sem ég á af fötum, sem eru alveg nokkrir svartir plastpokar. Það er eiginlega orðið að íþrótt. Henda fötum! Veiiigamaaaan!
Íbúðin mín er, tja, ekki lengur íbúðin mín. Hún er tóm og hrein og fín, og lyklarnir fara bara í hendurnar á einhverjum öðrum. 

Ég hef selt sófasettið mitt, rúmið, antíkstóla bróður míns, fjölþjálfa og þvottavél. Einnig átti ég sunnudag þar sem ég bjó til rúmar 40 þúsund krónur í Kolaportinu. Allt sem seldist seldist á Barnalandi, nema stólarnir. Þeir fóru á Facebook. 

Sniðugt þetta internet....

Nú. Ég er búin að vera að kveðja á fullu og sumt misdramatískt. Það er þannig að mér finnst ég ekkert vera að fara langt. Ég nenni því varla að kveðja. Bara Köben. Búið þar áður fattaru. 
En ég verð að segja að hér eru manneskjur sem ég tel mig ekki geta lifað án, því hvet ég þær bara að koma líka. Hér er bara vesen. Nema eftir smá því þá er Airwaves. En eftir það er svo bara vesen. 

Í sannleika sagt er þessi færsla bara töf á frekari umpökkun. Ég get varla haldið augunum opnum, ætlaði í sturtu en meika það ekki. Því ætla ég að henda mér í bælið og sturta mig í fyrramálið. Góða nótt.


Sunday, September 27, 2009

Að tala er góð skemmtun.

Ég var að spá í það í kvöld hversu mikið býr í einni manneskju, og ef maður vill deila því með öðrum þá liggur beinast við að nota þau verkfæri sem manni er úthlutað. Munnurinn er td. nothæfur í að gefa frá sér hljóð og innan í honum myndar maður orð. Andlitið er oft tjáningaríkt og lætur oft uppi hvernig manni líður. Eða hvort maður sé hugsi...Svo eru það hendurnar og líkamsbeiting. 

En þetta með að tala. -Röddin, raddstyrkur og orðaforði er samt, þrátt fyrir allt, takmarkaður tjáningamáti. 

Oft segi ég hluti sem mér finnast þurrir, ópersónulegir og hlutlausir, sem túlkast í annara eyrum sem óhroði. Þá kemur kannski streitan í líkamanum út með röddinni þegar ég er kannski bara að segja góðan daginn og hásitgóin. Það hljómar, með fullri virðingu fyrir ástandi sem ég þarf líklega að upplifa þegar ég er komin á viðeigandi aldur,- eins og bitur kelling á breytingaskeiðinu. (nema ég verð ekki bitur. bara hljóma þannig, sem er miklu betra auðvitað).

Að tala er bara ekki nóg ef maður vill segja það sem manni býr í brjósti. Að gaspra með kjaftinum um eitthvað sem skiptir ekki máli, jafnvel það sem skiptir máli er ekki nóg. Ekki að mig langi að segja nokkrum neitt. 

Mér þætti svo gaman að sjá hvað við myndum gera ef við gætum ekki talað. 

Saturday, September 26, 2009

blablabla.

Ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn, ekki hinn heldur hinn er ég farin. Ég er að fara út með kærastanum mínum. Til útlanda. úúú...úútlanda....Afhverju ertu að fara?! Ísland er BEST!
Hvað þykistu vera? Þú veist þú tekur sjálfa þig með þér...? 

Afhverju ekki bara að benda mér á að það sé óhollt að reykja? (sem ég er hætt btw)

Alveg sama hvað er ömurlegt hérna er stoltið að drepa fólk.

Ég las færslu, eða heldur var bent á að lesa færslu þar sem maður skrifaði um muninn á því að vera hér eða úti. Í hans tilfelli N.Y.C. Hann var að skrifa um hluti sem ég hef mikið verið að hugsa um síðan ég kom heim. Ég veit ég hef öðru hvoru notað setningar eins og "þegar ég kom heim" og "síðan ég kom heim", en það er magnað hvað það er raunverulega skrítið að koma heim. Ekki endilega gjörningurinn að flytja, heldur hvað það er súrrealískt að búa hérna í Reykjavík. Ég hef, frá því ég var lítil flakkað héðan og út og út og hingað og ég hélt að það væri bara taugaveiklun ein að finnast óþægilegt að vera hérna. En það er þannig, hver sem ástæðan er, að ég er rólegri þegar ég er ekki hérna. Kannski er það vegna þess að ég upplifi meira frelsi -persónufrelsi, einstaklingsfrelsi (eða bara frelsi einmitt). Þó að mér hafi alveg tekist að finna til galla hér og þar, þá hef ég samt undanfarið líka talið til kostina. Og ein af ástæðunum fyrir því að ég entist í náminu í smábænum í N-MN er að ég fékk að vera nákvæmlega eins og ég er, finnast það sem mér fnanst og slaka á. Smábæir eru smábæir alls staðar, ég fór alveg á milli tannana á fólki eins og allir eiginlega. En þannig er það líka hérna. Allir hafa skoðun. Voða mikið sömu skoðunina, og ef maður dirfist að hafa gagnrýna skoðun kemur einhver leppalúðinn og bendi manni á að vera ekki gramur, eða að maður sé bara svekktur. Sem á líklega rétt á sér stundum en komm onn. Mér fannst íslendingar fífl þegar ég var 15 ára. Sama hversu mörg spor ég "vinn", hversu oft ég hugleiði og bið til "guðs" þá held é að ég sé ekki til í að bjóða mér uppá þetta.

Samt vil ég ekki alhæfa. Þegar ég segi fífl þá meina ég eiginlega bullies. Íslendingar "harka af sér", eru "stoltir" og uppáhaldið mitt svona í leyni: "SJÁLFSTÆÐIR"...
Okei. Ef það væri ekki þessi fráhrindandi hrokaslikja yfir öllu hér þá kannski myndi ég ekki dirfast skrifa þetta. En  ég viðurkenni það nú að ég man eftir svona 2 árum sem ég fílaði mig hérna. Kannski þremur.
Í ca 15 ár hef ég verið að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ég sé bara nojuð og að það sé ekki verið að mæla mig út (engar áhyggjur, ég held ekki að verið sé að dást að mér), og það þarf ekki nema að vera vakandi til að taka eftir þessu. Minnir svolítið á svona inbreed þorp í djúpa suðrinu. 

O jæja. 


Monday, September 21, 2009

Kannski, líklega...

Kannski er ég komin með vinnu úti! Þarf víst bara að láta sjá mig...kemur allt í ljós.
Líklega er komin íbúð. 

Neinei, ég veit ekkert um þetta. En líklega fáum við íbúð. LÍKLEGA. Pottþétt. 

Í gegnum tíðina hafa hlutirnir alltaf gengið upp, ekkert af sjálfu sér neitt...ég hef alveg þurft að hafa mismikið fyrir þeim. En þeir ganga upp. Ójá. Sama hversu stressuð ég er, og hversu fáránlegar sem hlutirnir eru, þá fokking ganga þeir upp ef maður er fokking jákvæður! 

Kannski fæ ég vinnu úti og líklega mun ég búa einhversstaðar.

Þetta veitir mér meiri öryggistilfinningu en staðreyndirnar sem blasa við mér hér. Hér get ég unnið (eins og þræll í akkorði), fengið aðeins meira útborgað en unglingur í skógræktinni og borgað bankanum mínum hærri vexti og blablablablablablablablabla...jájá við vitum öll hvað er í gangi, óþarfi að röfla um það í fokking bloggi.

Ég vil taka það fram að ég verð orðljót undir álagi. 

Saturday, September 19, 2009

Sonur minn er enginn hommi...



...hann er fullkominn eins og ééég....

Vaknaði í morgun með þetta viðlag á heilanum. Man ekki hvað mig dreymdi en fannst þetta fyndið svona í upphafi dags.

Ég var að setjast niður eftir að hafa verið að róta til í draslinu mínu. Ég er með 3 flokka; Rusl, Geyma og Taka með. Mér til óvæntrar ánægju fer mest af mínu dóti í ruslið. En ég er mjög hæfileikarík þegar það kemur að því að SAFNA.  Draslið sem ég hef dröslast með á milli íbúða, landa og heimsálfa er náttúrulega allt of mikið. Nú ætla ég ekkert að taka neina austræna heimspeki á þetta, en það er eitt sem ég spyr sjálfa mig að þegar mig langar að setja rusl í kassa og GEYMA það. 
Ég segi: Solveig Edda! (í ógnandi tón), -hefur þú haft einhver not fyrir þetta drasl síðustu 10 árin??
-Þá skammast ég mín og fatta að ég hef ekki saknað þess í svo mikið sem sekúndu síðustu 10 ár.
Svo hugsa ég mig veeeel og leeengi um og græt jafnvel krókódílatárum þegar ég ákveð að ruslið skal það fara. 

Þetta ferli tekur heldur betur sinn tíma og því sit ég hér eftir langdreginn dag með tilhlökkun í hjarta því að innan klukkutíma mun ég henda þessu drasli í sorpugám.

Og já. Ég er ennþá að selja gullfallega antík sófastóla. Allt skal fara!


Friday, September 18, 2009

Svöl

Að vera svalur þýðir að maður er í fyrsta lagi ekki stressaður. Það er aðalatriði. En að vera svalur er líka að takast á við fólk og aðstæður eins og maður sé bassaleikari. Eða eins og ég ímynda mér bassaleikarapersónuleika - Segir svona hnyttna one-linera sem koma samt smooth út, tala samt lítið og glotta mikið...  Einhver sem er ekki með neitt vesen, en á ekki vandræðum með að leysa ágreininga. Manneskja sem pirrast aldrei þannig að það bitni á öðrum. Bara svona kammó. Samt líka töff. En ekki of töff því það er fráhrindandi. Þokkafullur án þess að vera að reyna það og...jájá...þessi persónuleikalýsing mín er að verða (orðin f. löngu) allt of tja..ei-svöl. Taugaveikluð og vonmikil um að "þið" skiljið hvað ég á við þegar ég lýsi því hvernig mér væri til í að líða núna. Fyrir utan glottið.

---

----

Sunday, September 13, 2009

Hrafnaþytur



Ein myndanna sem verður á sýningunni. 18. sept. 2009. Laugavegi 170, sýningarsalnum Hurðir.


Góðar stundir!

17 dagar

Ég var minnt á það að ég þyrfti ekki að hafa vissar áhyggjur eftir sautján daga. Því þá er það of seint.

Það er nóg að gera þrátt fyrir að ég sé óvinnufær. Ég hringi í Orkuhúsið á morgun og fæ þá líklega að vita hvað kom út úr myndatökunni. Hvort hnéð á mér sé bara svona þreytt og þurfi hvíld eða hvort ég þurfi að láta skera í það og laga. Ég er að vona að ég eigi bara að taka pillu við þessu því ég er síður en svo spennt fyrir því að láta skera. Ég vildi að ég hefði hlaupið á almennilegri skóm, og ég vildi að ég hefði ekki þurft að vinna svona mikið á fótum og ég VILDI að hnén á mér væru eins og þegar ég var tvítug. Læknirinn sagði nefnilega að svona meiðsli væru algeng hjá fólki sem er ekki lengur tvítugt. Svo brosti hann.

Fyrir utan það að mega ekki stunda líkamsræktina mína (sund, göngur og skokk), þá held ég að það versta við þetta sé að þurfa sífellt að vera að biðja hinn og þennan að skutla sér eitthvað. Það hefur orðið til þess að ég fer voða lítið út úr húsi því ég nenni ekki að hanga í rassgatinu á fólki og verða vinkonan sem hringir bara þegar hana vantar far.

Saturday, September 5, 2009

Annir

Þó ég sé bækluð í hnénu þannig að ég get ekki gengið neinar vegalengdir til að tala um, þá læt ég það ekki stoppa mig í að gera nákvæmlega það sem ég þoli. Eins og að pakka og selja hluti.

Nú er ég búin að selja sófasettið mitt fallega, og hitti kaupanda rúmsins míns (vonandi) á eftir. Einnig er ég að selja fallegu antík stólana sem hafa prýtt stofuna mína síðan ég flutti.
Ég sé fram á að vera búin að grisja út það sem ég vil geyma VS. draslið sem ég hendi. Drasl-hlutinn er stór og ég held að þegar ég er búin að henda því þá eigi ég næstum því ekkert.

Ég sé fyrir mér að fara út bara með eina ferðatösku. -Ég vona það.

Þegar ég flutti til BNA árið 2004 átti ég erfitt með að henda fyndustu hlutum. Eins og mynd sem ég fékk í fermingagjöf frá einhverjum, eftir listamann sem ég þoli ekki (einhver sem tróð gyllingu inná allar hvítu myndirnar sínar), og glerið var brotið í rammanum! -Það var bara óhugsandi gjörningur að henda þessu í ruslið, vegna tilfinningalegu tengslanna gagnvart henni.
Ég þoldi ekki þessa mynd. Þó finnst mér vænt um minningarnar tengdar henni, sem ég á hvort sem ég á myndina eða ekki.

Ég hef átt nóg af svona drasli.

Svo eru það hlutir úr "fyrra lífi". Ég á nokkur þannig. Gjafir frá fyrrverandi og annað drasl sem ég fíla ekki einu sinni. Já einmitt. Best að drösla því á milli landa. Eða fá að "geyma" þetta hjá velviljaðri vinkonu.
Svona er þetta. Samt safna ég því aftur og aftur. Kaupi mér hluti sem ég eeeeeeelllllska, eða flík sem er svo frábær að ég er til í að segja upp leigunni og flytjast í hana...Svo ranka ég við mér, hristi hausinn og lofa sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur.

O jæja.

Friday, September 4, 2009

Vilji

Í morgun ákvað ég, að fara bara víst út að þvælast. Þó ég sé hálf bækluð í hnénu. Ég snéri við þegar ég var komin að strætóskýlinu því mér stendur ekki á sama um sársaukann sem kemur þegar ég stíg í fótinn.

Sem betur fer á ég pantað hjá bæklunarlækni á mánudaginn. Þetta gengur engan vegin!

Ég sem hreyfi mig frekar mikið. Samt er ekki alltaf einhver brútal líkamsræktargeðveiki í gangi, heldur geng ég yfirleitt meira en 2 km á dag (þá tel ég vinnuhlaupið með)...Annars hef ég rölt mér úr miðbænum yfir í Litla Skerjó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þaðan og í vinnuna og úr vinnunni í sund. Í sundinu syndi ég orðið ekki minna en 1500 metra sem enda í 2000 metrum því mér finnst það betri tala.
1. sinni til 3. sinnum í viku hef ég svo slegið til og farið út að skokka. Ég hleyp 5-7 km þegar ég hleyp.

En þetta er ekki montblogg. Þetta er opinbert kvörtunarblogg hreyfifíkils. Ekki extreme-sport-fíkils. Bara konu sem finnst gott að vera á hreyfingu, en hefur ekki getað gert neitt í meira en viku!

"Hreyfing er góð fyrir geðið." -sagði kripplingurinn og urraði.

Wednesday, September 2, 2009

Mamma.

Nú ætla ég að blogga örlítið um móður mína.

Meirihluta ævi minnar hef ég verið sátt við hana, og hef ég oft skemmt mér konunglega með henni. Mér finnst hún til dæmis með fyndnustu manneskjum heims. Svona oftast. Stundum langar mig samt að grafa mig í holu þegar hún segir brandara...eða pönn og orðaleikni eins og er vinsælt í minni fjölskyldu. Orðaleikir eru vel séðir þar. Enda allir ótrúlega gáfaðir í henni.

Við höfum, eins og algengt er meðan mæðgna, átt okkar stormasömu tímabil þar sem ég sver á biblíuna og krossa mig og tíufingurupptilguðs-vonað ég deyjjji, að ég muni alllldrei tala við hana aftur. Sem er by the way, EKKERT dramatískt!

Nú.

Ég sættist alltaf aftur við hana og þrátt fyrir allt er hún mamma mín, sem mér þykir svo vænt um og er svooo góð við mig. 

Þá eigum við löng tímabil þar sem við erum mestu mátar og ég kann ægilega vel að meta hana og furða mig á því hvernig ég gat verið svona óvægin, og látið kynslóðabilið og sömu djókin fara í taugarnar á mér. Hún er líka góð í að lengja stuttar frásagnir, sem er alveg gaman. Nema þegar frásögnin er sú sama og síííðast er ég talaði við hana. Þá kikkar inn eitthvað alveg sérhannað fyrir hana!  Svona pirringur sem fæðist vegna þess að nú veit ég að ég er að fara að hlusta á það sama og síííðast! Og guð og himnarnir vita að ég  er aaaallt of upptekin og mikilvæg til að geta hlustað á endurtekningu móður minnar í 7 mínútur. En svo þegar hún hefur lokið máli sínu segi ég eitthvað ótrúlega merkilegt og uppfrá því býður hún mér eitthvað, eða sýnir hugarefnum mínum mikinn og einlægan áhuga, og styður mig í það óendanlega. Þá fæ ég samviskubit. Hræðilegt samviskubit vegna þess að ég var inní mér svo leiðinleg að það komst út í hranalegum Já-um,Égveit-um og Einmitt-um. En þar sem mamma er mamma fyrirgaf hún það án þess að taka eftir því.

Móðir mín er frábær. Hún er mikill einstaklingur og ég kann, eftir því sem ég eldist, alltaf betur og betur að meta það. Einstaklingar eru vanmetnir. Nema þeir séu "kúl". Sem mamma mín er..erhm...ekki. Enda er það stohórlega ofmetið ;)


Followers