Saturday, September 5, 2009

Annir

Þó ég sé bækluð í hnénu þannig að ég get ekki gengið neinar vegalengdir til að tala um, þá læt ég það ekki stoppa mig í að gera nákvæmlega það sem ég þoli. Eins og að pakka og selja hluti.

Nú er ég búin að selja sófasettið mitt fallega, og hitti kaupanda rúmsins míns (vonandi) á eftir. Einnig er ég að selja fallegu antík stólana sem hafa prýtt stofuna mína síðan ég flutti.
Ég sé fram á að vera búin að grisja út það sem ég vil geyma VS. draslið sem ég hendi. Drasl-hlutinn er stór og ég held að þegar ég er búin að henda því þá eigi ég næstum því ekkert.

Ég sé fyrir mér að fara út bara með eina ferðatösku. -Ég vona það.

Þegar ég flutti til BNA árið 2004 átti ég erfitt með að henda fyndustu hlutum. Eins og mynd sem ég fékk í fermingagjöf frá einhverjum, eftir listamann sem ég þoli ekki (einhver sem tróð gyllingu inná allar hvítu myndirnar sínar), og glerið var brotið í rammanum! -Það var bara óhugsandi gjörningur að henda þessu í ruslið, vegna tilfinningalegu tengslanna gagnvart henni.
Ég þoldi ekki þessa mynd. Þó finnst mér vænt um minningarnar tengdar henni, sem ég á hvort sem ég á myndina eða ekki.

Ég hef átt nóg af svona drasli.

Svo eru það hlutir úr "fyrra lífi". Ég á nokkur þannig. Gjafir frá fyrrverandi og annað drasl sem ég fíla ekki einu sinni. Já einmitt. Best að drösla því á milli landa. Eða fá að "geyma" þetta hjá velviljaðri vinkonu.
Svona er þetta. Samt safna ég því aftur og aftur. Kaupi mér hluti sem ég eeeeeeelllllska, eða flík sem er svo frábær að ég er til í að segja upp leigunni og flytjast í hana...Svo ranka ég við mér, hristi hausinn og lofa sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur.

O jæja.

No comments:

Post a Comment

Followers