Sunday, September 27, 2009

Að tala er góð skemmtun.

Ég var að spá í það í kvöld hversu mikið býr í einni manneskju, og ef maður vill deila því með öðrum þá liggur beinast við að nota þau verkfæri sem manni er úthlutað. Munnurinn er td. nothæfur í að gefa frá sér hljóð og innan í honum myndar maður orð. Andlitið er oft tjáningaríkt og lætur oft uppi hvernig manni líður. Eða hvort maður sé hugsi...Svo eru það hendurnar og líkamsbeiting. 

En þetta með að tala. -Röddin, raddstyrkur og orðaforði er samt, þrátt fyrir allt, takmarkaður tjáningamáti. 

Oft segi ég hluti sem mér finnast þurrir, ópersónulegir og hlutlausir, sem túlkast í annara eyrum sem óhroði. Þá kemur kannski streitan í líkamanum út með röddinni þegar ég er kannski bara að segja góðan daginn og hásitgóin. Það hljómar, með fullri virðingu fyrir ástandi sem ég þarf líklega að upplifa þegar ég er komin á viðeigandi aldur,- eins og bitur kelling á breytingaskeiðinu. (nema ég verð ekki bitur. bara hljóma þannig, sem er miklu betra auðvitað).

Að tala er bara ekki nóg ef maður vill segja það sem manni býr í brjósti. Að gaspra með kjaftinum um eitthvað sem skiptir ekki máli, jafnvel það sem skiptir máli er ekki nóg. Ekki að mig langi að segja nokkrum neitt. 

Mér þætti svo gaman að sjá hvað við myndum gera ef við gætum ekki talað. 

No comments:

Post a Comment

Followers