Friday, September 4, 2009

Vilji

Í morgun ákvað ég, að fara bara víst út að þvælast. Þó ég sé hálf bækluð í hnénu. Ég snéri við þegar ég var komin að strætóskýlinu því mér stendur ekki á sama um sársaukann sem kemur þegar ég stíg í fótinn.

Sem betur fer á ég pantað hjá bæklunarlækni á mánudaginn. Þetta gengur engan vegin!

Ég sem hreyfi mig frekar mikið. Samt er ekki alltaf einhver brútal líkamsræktargeðveiki í gangi, heldur geng ég yfirleitt meira en 2 km á dag (þá tel ég vinnuhlaupið með)...Annars hef ég rölt mér úr miðbænum yfir í Litla Skerjó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þaðan og í vinnuna og úr vinnunni í sund. Í sundinu syndi ég orðið ekki minna en 1500 metra sem enda í 2000 metrum því mér finnst það betri tala.
1. sinni til 3. sinnum í viku hef ég svo slegið til og farið út að skokka. Ég hleyp 5-7 km þegar ég hleyp.

En þetta er ekki montblogg. Þetta er opinbert kvörtunarblogg hreyfifíkils. Ekki extreme-sport-fíkils. Bara konu sem finnst gott að vera á hreyfingu, en hefur ekki getað gert neitt í meira en viku!

"Hreyfing er góð fyrir geðið." -sagði kripplingurinn og urraði.

No comments:

Post a Comment

Followers