Wednesday, September 2, 2009

Mamma.

Nú ætla ég að blogga örlítið um móður mína.

Meirihluta ævi minnar hef ég verið sátt við hana, og hef ég oft skemmt mér konunglega með henni. Mér finnst hún til dæmis með fyndnustu manneskjum heims. Svona oftast. Stundum langar mig samt að grafa mig í holu þegar hún segir brandara...eða pönn og orðaleikni eins og er vinsælt í minni fjölskyldu. Orðaleikir eru vel séðir þar. Enda allir ótrúlega gáfaðir í henni.

Við höfum, eins og algengt er meðan mæðgna, átt okkar stormasömu tímabil þar sem ég sver á biblíuna og krossa mig og tíufingurupptilguðs-vonað ég deyjjji, að ég muni alllldrei tala við hana aftur. Sem er by the way, EKKERT dramatískt!

Nú.

Ég sættist alltaf aftur við hana og þrátt fyrir allt er hún mamma mín, sem mér þykir svo vænt um og er svooo góð við mig. 

Þá eigum við löng tímabil þar sem við erum mestu mátar og ég kann ægilega vel að meta hana og furða mig á því hvernig ég gat verið svona óvægin, og látið kynslóðabilið og sömu djókin fara í taugarnar á mér. Hún er líka góð í að lengja stuttar frásagnir, sem er alveg gaman. Nema þegar frásögnin er sú sama og síííðast er ég talaði við hana. Þá kikkar inn eitthvað alveg sérhannað fyrir hana!  Svona pirringur sem fæðist vegna þess að nú veit ég að ég er að fara að hlusta á það sama og síííðast! Og guð og himnarnir vita að ég  er aaaallt of upptekin og mikilvæg til að geta hlustað á endurtekningu móður minnar í 7 mínútur. En svo þegar hún hefur lokið máli sínu segi ég eitthvað ótrúlega merkilegt og uppfrá því býður hún mér eitthvað, eða sýnir hugarefnum mínum mikinn og einlægan áhuga, og styður mig í það óendanlega. Þá fæ ég samviskubit. Hræðilegt samviskubit vegna þess að ég var inní mér svo leiðinleg að það komst út í hranalegum Já-um,Égveit-um og Einmitt-um. En þar sem mamma er mamma fyrirgaf hún það án þess að taka eftir því.

Móðir mín er frábær. Hún er mikill einstaklingur og ég kann, eftir því sem ég eldist, alltaf betur og betur að meta það. Einstaklingar eru vanmetnir. Nema þeir séu "kúl". Sem mamma mín er..erhm...ekki. Enda er það stohórlega ofmetið ;)


No comments:

Post a Comment

Followers