Monday, August 31, 2009

Flutningar

Það er hægt að segja að ég hafi flutt oft.

Það er líka hægt að segja að ég hafi oft flutt á milli landa.

3ja ára kom ég til Indiana í Bandaríkjunum með fjölskyldunni, snérum heim þegar ég var 7.

Á 13 ári (tíu árum síðar) fluttum við í rétt rúmt ár til Tacoma í Washington fylki. Heim aftur 14 ára.

Hérna vesenast ég í Hagaskóla, MR, FB, Iðnskólanum - og svo fór ég bara að vinna, vesenast og skemmta mér.

22ja ca. flyt ég til Kaupmannahafnar og bý þar í 2 ár.

Kom heim, vann og dreif mig svo aftur í skólann. Kláraði hönnunarnámið 26 ára.

27 skráði ég mig í háskólanám og flutti til Minnesota, í friðsælan háskóla/veiðimannabæ sem kallast Bemidji- Á indíánamáli þýðir þetta: "Þar sem áin rennur í gegn". Enda er þetta fyrsta áin við Mississippi ánna. Nóg um þetta, enda ekki mikið meira um þennan bæ að segja, annað en að SEM BETUR FER var hægt að skreppa til Mpls/st.Paul öðru hvoru.

Í maí '08 er útskrift og varð ég bachelor í Myndlist. Tók samt helling í iðnhönnun (10 einingar í að fá Bsc gráðu), en hef ekki áhuga á því. (En sorglegt, ég sem ætlaði að vera frk. Praktísk).

Ég kom heim í júní eða júlí, man ekki hvort eins og er. Hef verið hérna í rúmt ár.

Venjulega líður lengra á milli flutninga hjá mér en nú, því ég er að fara úr landi aftur.
Aftur til Kaupmannahafnar.

Undanfarið hef ég verið spurð að því hvers vegna ég vil flytja. Ég veit ég ber kreppuna fyrir mér og svona eitthvað...En þegar ég hugsa um hana. Raunverulegu ástæðu þess að ég vil flytja...þá er svarið einfalt.

-Af því mig langar til þess.

2 comments:

  1. Ég trúi ekki að þú flytjir án þess að ég nái að sjá þig einu sinni!!! Og komið heilt ár!!! Fokk! Annars skil ég þig vel, ég vil líka fara og gefa skítí þetta. Af því að mig langar það.

    ReplyDelete
  2. :)

    Við höldum bara okkar upptekna hætti. Net samskiptin virðast hafa dugað upp að einhverju marki.

    ReplyDelete

Followers