Thursday, August 13, 2009

kreppakreppakreppa?

Mikið væri gaman ef maður væri bara að misskilja þetta allt saman. Því miður er ég búin að vera vitni að mannvonsku oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Orðið mannvonska er eitt af þeim orðum sem ég hef ekkert notað held ég, ever. Hef einhvern vegin ekki trúað því uppá fólk að vera það glatað, né heldur hef ég endilega verið að leita uppi galla þeirra sem ég umgengst. Ég fatta yfirleitt ekki hvað fólk getur verið rotið fyrr en eftir að búið er að segja eitthvað áberandi glatað við mig. Helst oft. Verra finnst mér
þó að vera vitni að kúgun gegn öðrum. Í dag var ég það. Vitni að því hvernig nett yfirvald (authority) nýtir sér sína aðstöðu og pissar yfir tilverurétt annara. Bara vegna þess að manneskjan var í stöðu til að sýna "yfirburði" sína.
Þetta sé ég oftar og oftar eftir að KREPPAN skall á. Málið er. Ég redda mér. Þó að bankanum sé sama og að ég þurfi að vinna allan sólarhringin (eins og aðrir sem hafa vinnu) þá hef ég leyft mér að pípa af og til í "sjálfsvorkun" yfir stöðu minni og kyngt því bara og haldið áfram.
Því að þó að ég eigi ekki fyrir mat þá hef ég það bara nokkuð gott miðað við marga hérna. Og er ég ekki að vera kaldhæðin.

Ég sá í dag dæmi um hvernig fólk er að nýta sér ástandið til að hefja sig upp á öðrum. Djöfull er ég þreytt á þessu og þreytt á því að þurfa að þegja yfir vonbrigðum mínum. Það er engin lausn í því að láta eins og allt sé í kei...

Annars er ég bara hress. (mér finnst eins og ég hafi skrifað þetta nákvæmlega sama blogg áður)

No comments:

Post a Comment

Followers