Saturday, August 8, 2009

Aðfaranótt sunnudags

Þegar ég var úti kynntist ég mikið af allskonar fólki. Mér fannst líka áhugavert að koma inn í trailer sem ein bekkjarsystir mín átti. En það er ekkert tiltökumál að vera nemi og búa alls konar. Fyrst þegar ég sá hvernig hún bjó þustu fordómar í gegnum mig alla eins og það væri hreinlega eina uppistaðan í mér. Mildin og auðmýktin hvarf og ég fann hvað ég varð ringluð. -En bara í augnablik. Síðan varð mér slétt sama um hvernig fólk bjó, því ekki þótti mér fínna liðið sem bjó ennþá inná foreldrum sínum eða á vistinni, eða liðið sem leigði og bjó með fullt af fólki - eins og ég.

Málið er að ég mætti mínum eigin fordómum þarna. Ég kynntist svona rich-kids sem báru ekki virðingu fyrir neinum, og ég komst að því með tímanum að ég yrði hreinlega að kynnast fólki betur en bara yfirborðslega ef ég ætlaði að geta áttað mig á því. Eignir, eða eignarleysi segir mér allt of lítið um fólk (ekki neitt)...nema kannski að það eigi, eða hafi átt pening, eða sé fátækt. En persónur eru svo miklu meira en það, og gæfa fólks getur breyst á svipstundu til hins betra eða verra. Þessvegna REYNI ég að dæma ekki fólk og trúa því að það sé kannski ekki eins og ég held í fyrstu. Það er alltaf gaman að láta koma sér á óvart.

Málið er að í kvöld(nótt), sem ég sit hérna með enn eina fokking flensuna kl. 2:20 að nóttu til, bíð ég eftir að nágrannarnir hérna í fína hverfinu slökkvi á fokking græjunum sínum, haldi kjafti og kannski átti sig á því AF SJÁLFSDÁÐUM að það er inni í MIÐJU íbúðahverfi. En þetta fólk, í fína húsinu, í fínu fötunum er einmitt gott dæmi um skítapakk sem á sér líklega ekki viðreisnar von. Meira að segja trailer park er of gott fyrir svona lið. Þar yrði það hvort eð er barið í spað fyrir svona læti að nóttu.

Djöfulsins kjaftæðisrumpulýðspakk. Ahh...meira orðbragðið..

No comments:

Post a Comment

Followers