Thursday, August 20, 2009

Kirkjugarðsvakt.




Nú. Ég vonast til að þetta blogg verði stórkostlegt. Því kröfur mínar á sjálfa mig og lífið eru, að ekkert sé þess virði að gera það nema að það sé stórkostlegt og leiði af sér stórkostlegar hluti. Ég vil bara hitta stórkostlegt fólk og borða stórkostlegan mat. Því líf mitt er stórkostlegt!!

En í kvöld er það næturvakt. Á meðan bíða stórkostlegheitin betri tíma. Enda er þetta of langt lýsingarorð til að vera að tyggja á því hér.

Ég svaf ekkert í dag fyrir þess vakt og sé fram á steikta tilveru um fjögurleitið í nótt. C'est la vie...

Það styttist í sýninguna mína á Laugavegi 170 og svo er ég að huga að flutningum.  Mikið hlakka ég til. Ég hef verið hérna í rúmt ár og finnst vera komið gott. Nenni ekki að vera hér lengur. It's been fun, but I gotta go. Sumt þarf maður ekki að sætta sig við. Ég þarf samt að redda mér góðum ferðatöskum, það eru nefnilega nokkrar manneskjur sem ég þarf að taka með mér héðan...

No comments:

Post a Comment

Followers