Tuesday, August 4, 2009

Haust og hugmyndir.

Loksins er haustið komið. Nú er hægt að fara í göngutúra í eðlilegri birtu og jafnvel smá rigningu. Ég fékk meira að segja hugmyndir í fleirtölu í dag. 

Fyrsta sýningin mín síðan ég kom heim verður haldin í byrjun september, og ég er komin með annan fótinn inn í gallerí.

Ég er með 3 striga fyrir framan mig núna sem eru að þorna. 

Í kvöld komst ég upp úr einhverjum hugmynda-og framkvæmdaleysis fíling og ég er sannfærð um að það sé haustið. Myrkrið og kyrrðin í sólarleysinu vekur huga minn upp úr eirðarleysinu sem íslenska sólin færir mér. Þetta með að píra augun í tíma og ótíma er bara þreytandi, enda er síðdegislúrinn minn hálfgerð rútína orðin. Nú get ég hætt að velta mér uppúr því hvort ég sé félagsskítur að nenna ekki að hanga í sólinni allan liðlangan daginn, og fagna enn og aftur HAUSTINU. Tíma sköpunnar.

Að léttara og yfirborðslegra hégómahjali:

Gaman að segja frá því samt að ég er svakalega vel tönuð vegna sundferða minna. Enn skemmtilegra er að nefna að ég hef aukið vegalengdina þar um 1,5 km. Sem gerir 2.5 km. Kannski er þetta bara merkilegt í ljósi þess að fyrir ári síðan gafst ég upp eftir 2 ferðir.
En nú fæ ég mér sólarvörn, sundgleraugu og carbamid krem. Klórinn er alveg að rugla í húðinni og augunum á mér. Ég hef þó haft vit á því að bera Kerastase lagaónýtthár-hárnæringu á hreiðrið sem ég kýs að kalla hár...

En jæja. Fjörið er búið, klukkan er orðin aaaallt of margt og ég er farin að sofa.

-Þar til næst.



No comments:

Post a Comment

Followers