Sunday, August 2, 2009

Á kafi

Ég er ein af þeim heppnu sem er með vinnu, og nú um mánaðarmótin fékk ég heilar 5 þúsund krónur frá skattinum (kom sér vel þar sem mig langaði að kaupa í matinn), og svo kom inn á reikninginn minn LAUN.  Nú. Þegar ég var búin að borga alla reikninga lagðist ég í rúmið og kom mér vel fyrir í fósturstellingunni. Svo þegar ég var orðin þreytt á að vorkenna sjálfri mér fyrir að eiga ekki bót fyrir boruna á mér ímynda ég mér ég búi í samfélagi með fólki sem hendir glæpamönnum í fangelsi og lætur mig ekki líða fyrir þeirra heimsku. Ég ímynda mér að ég greiði reikningana mína með réttu og fari svo í búðina, kaupi mat fyrir vikuna og skelli mér út að borða og í bíó. Svona eins og venjulegt fólk gerir. 
Að ég geti hlakkað til að kaupa mér flugmiða til bróðir míns og litla frænda í Danmörku eins og ég hafði planað. -svona síðbúin útskriftarferð. En nú er meira en ár síðan ég kom heim og ég er hægt og rólega að gera mér grein fyrir því að kannski, mögulega er ekkert að fara að lagast. Því á eyjunni þar sem allir segja allt fínt, er allt að fara til helvítis.

Ég hef ákveðið að leysa þetta með því að auka sundferðir mínar og vera sem lengst í kafi.

No comments:

Post a Comment

Followers