Monday, August 3, 2009

Út í sveit

Mikið væri ég til í að búa úti í sveit þar sem ég gæti bara málað og lifað. Mig langar minna og minna að vera hérna í Reykjavík, og ég held að þetta ár sé ágætis reynslutími.
Ég er alltaf meira og meira ósammála meirihlutanum. Það í sjálfu sér skiptir sosum engu máli enda nenni ég ekki að vera í einhverri gelgjulegri uppreisn, heldur er komin tími á að fara að koma sér fyrir þar sem mér (mjög mikilvægt) ->líður vel. En þetta sættasigvið-ástand er ekki að gera sig. Ekki að mig vanti svo mikið af betri hlutum og drasli, heldur vantar mig einmitt meiri tíma. Mér kemur ekki við hvaða lífsstíll er í tísku, eða þykir ákjósanlegur. Sérstaklega þegar ég eyði hvort sem er meirihlutanum af mínum tíma í vinnunni og lifi frekar mínimalísku lífi.  

Ég veit að hlutir og aðstæður breytast og að lífið er viðkvæmt fyrirbæri. Það má kalla það flótta. Flýja aðstæður. -Eins og það sé einhver dyggð að sýna hollustu við vitleysuna hérna? Finna til sín í einhverri biturri réttlætiskennd? Sýna samborgurum samstöðu? Rosa samstaða í gangi hérna líka...

Upphaflega ætlaði ég að flytja Vestur á firði. Ég fékk nú gagnrýni út á það. Fólki fannst alveg sitt um þann "flótta". 

Ári síðar langar mig ennþá, ég er sveigjanlegri með staðsetningu sveitarinnar þó. Mikið er ég fegin að vera búin að missa heyrnina.

Ægileg blogggleði er þetta.

2 comments:

  1. Já engin smá blogggleði. Og alltaf gaman að skrifa orð með þremur eins stöfum í röð!! Við hjónin ætlum að flytja Vestur á firði þegar við förum að grána og börnin verða orðin sjálfstæð.
    Þar mun ég hökta um með pípuna og haglarann. Þú mátt koma í kaffi.

    ReplyDelete
  2. Já. Ég mun líklega búa þar anyways, ég kíki við.

    ReplyDelete

Followers