Sunday, August 2, 2009

What a difference a day makes

Fyrir þá sem ekki fara mikið út að skemmta sér, þá mæli ég eindregið með því að fara á tónleika innan um fullt af fólki sem þig langar ekkert að hitta. Ég er frekar neikvæð þegar kemur að því að fara á djammið og fer því sjaldan, kannski vegna þess að mér finnst fullt ókunnugt fólk ekkert sérlega skemmtilegt. Hvað þá að eyða þeim litla frítíma sem ég hef í að nuddast utan í því. Ég álpa alltaf út úr mér afsökunarbeiðnum þegar ég rekst í fólk og verð því miður oft svo pirruð á því að aðrir gera það ekki.

EN!

Í kvöld samþykkti ég að kíkja út með Evu vinkonu. Við fórum á tónleika með Ljótu Hálfvitunum á Rósenberg. Það var ágætt. Þeir voru voða fyndnir og krúttlegir og spiluðu eiginlega bara skemmtilega tónlist. Hæfileikamenn þar á ferð. Líklega vanmetnir og væntanlega með framtíðina fyrir sér í sveitaballapakkanum(eins og það sé einhver annar pakki sem hægt er að "græða" á...nema að komast út.) Nú kannski eru þeir búnir að vera að rosa lengi og kemur þá í ljós hversu illa ég fylgist með. 
Við röltum á Boston og sátum úti á pallinum þar sem ég hitti gamla vini, ægilega gaman. Svo ómaði villt rokk frá Dillon. Fín stemning.

Ég var komin heim fyrir miðnætti samt sem áður.

Mikið var samt gott að komast í návígi við fíflaskap og tónlist. Ég held ég fari aðeins meira út (fer líklega eftir 2 mánuði ef ég legg mig fram). 


No comments:

Post a Comment

Followers