Saturday, August 22, 2009

Draumfarir og orðin þrjú.

Ég vaknaði með tilfinningu sem er ekki svo góð. Ég vaknaði með þrjú orð á heilanum. Meira svona eins og þau væru að stríða mér. Svona eins og stórar, feitar og háværar húsflugur sem sveima í nágrenni við mann, en svo þegar maður er búin að slaka á koma þær svo nálægt að það er eins og þær ætli inn í heilan á manni í gegnum eyrað....Ah...allavega ég þoli þær ekki.
Ég sem er í fréttapásu. Kemst ekki alveg hjá því að heyra fólk jarma, eða að kíkja á fyrirsagnir. Reyndar er vonlaust að vera á kvöldvakt því þá eru fréttirnar yfirleitt áhugaverðari en sjálf vaktin...

Icesave, ESB og greiðslubyrði.

Icesave.
ESB
Greiðslubyrði

-Út frá þessum orðum spunnust svo hinar ýmsu leiðindahugsanir. Þó stóð uppúr sú hugsun að ég hlyti að vera orðin klikkuð þar sem ég NENNI EKKI AÐ HUGSA UM ÞETTA LENGUR. Að vakna í einhverri þráhyggju um ástand landsins þar sem ég bý. Og að reyna að reikna út bestu og hraðskreiðustu leiðina fyrir mig persónulega til að borga bankanum mína skuld. Kommonn klukkan er átta á laugardegi. Chill.

Ég sem sé fyrir mér fullkomin heim, eða líf þar sem kærleikur, gleði og frelsi eru einkunnarorð allra. Ef ekki allra, þá allavega minna! Þessi 3 orð (Icesave,ESB og Greiðslubyrði) eru bönnuð hér með. Ég vona að ég vakni klukkan tíu í fyrramálið, og fái að dreyma litfögur fiðrildi í ævintýralegri náttúru og finni fyrir kærleik, gleði og frelsi.

Hitt sér um sig sjálft.

Jesús. Þvílík byrjun á morgni. Og það á fríhelgi!

No comments:

Post a Comment

Followers