Friday, September 18, 2009

Svöl

Að vera svalur þýðir að maður er í fyrsta lagi ekki stressaður. Það er aðalatriði. En að vera svalur er líka að takast á við fólk og aðstæður eins og maður sé bassaleikari. Eða eins og ég ímynda mér bassaleikarapersónuleika - Segir svona hnyttna one-linera sem koma samt smooth út, tala samt lítið og glotta mikið...  Einhver sem er ekki með neitt vesen, en á ekki vandræðum með að leysa ágreininga. Manneskja sem pirrast aldrei þannig að það bitni á öðrum. Bara svona kammó. Samt líka töff. En ekki of töff því það er fráhrindandi. Þokkafullur án þess að vera að reyna það og...jájá...þessi persónuleikalýsing mín er að verða (orðin f. löngu) allt of tja..ei-svöl. Taugaveikluð og vonmikil um að "þið" skiljið hvað ég á við þegar ég lýsi því hvernig mér væri til í að líða núna. Fyrir utan glottið.

No comments:

Post a Comment

Followers