Tuesday, September 29, 2009

Sit hérna hálf vönkuð eftir annasama daga. Ég er enn að umpakka ferðatöskunni minni. Ótrúlegt en satt þá hefur það verið langdregnasta verkið hingað til í sambandi við þessa flutninga. Ég hef losað mig við svona sjöfalt það sem ég á af fötum, sem eru alveg nokkrir svartir plastpokar. Það er eiginlega orðið að íþrótt. Henda fötum! Veiiigamaaaan!
Íbúðin mín er, tja, ekki lengur íbúðin mín. Hún er tóm og hrein og fín, og lyklarnir fara bara í hendurnar á einhverjum öðrum. 

Ég hef selt sófasettið mitt, rúmið, antíkstóla bróður míns, fjölþjálfa og þvottavél. Einnig átti ég sunnudag þar sem ég bjó til rúmar 40 þúsund krónur í Kolaportinu. Allt sem seldist seldist á Barnalandi, nema stólarnir. Þeir fóru á Facebook. 

Sniðugt þetta internet....

Nú. Ég er búin að vera að kveðja á fullu og sumt misdramatískt. Það er þannig að mér finnst ég ekkert vera að fara langt. Ég nenni því varla að kveðja. Bara Köben. Búið þar áður fattaru. 
En ég verð að segja að hér eru manneskjur sem ég tel mig ekki geta lifað án, því hvet ég þær bara að koma líka. Hér er bara vesen. Nema eftir smá því þá er Airwaves. En eftir það er svo bara vesen. 

Í sannleika sagt er þessi færsla bara töf á frekari umpökkun. Ég get varla haldið augunum opnum, ætlaði í sturtu en meika það ekki. Því ætla ég að henda mér í bælið og sturta mig í fyrramálið. Góða nótt.


No comments:

Post a Comment

Followers