Friday, October 9, 2009

Kaupmannahöfn, Albertslund. Albertslund, Kaupmannahöfn

Undanfarna viku höfum við vaknað, hoppað í sturtu, þaðan í fötin og þaðan í lestina. Allt í hoppi. Við fengum íbúð í fyrradag á Nörrebro en fáum hana ekki afhenta strax og munum því búa í Albertslund þangað til. Hún Vibeke, gestgjafinn mikli hefur búið um okkur eins og við séum hluti af fjölskyldunni. 
En allavega þá höfum við þvælst mikið um Köben í leit að tilgangi lífsins. Eða nei. Í leit að íbúð.
Við komum okkur fyrir á kaffihúsi sem serverar ágætis kaffi og frítt internet. Eiki bróðir hefur verið með okkur í liði og tosað í alla sína spott og hringt í leigusala fyrir okkur vegna dönskufeimninnar í mér. Danskan mín er fín. En þegar ég þarf að tala í síma á dönsku verð ég stressuð. Það er ekkert sniðugt að vera stressaður í síma þegar maður er að falast eftir leiguhúsnæði. Eða eitthvað.

Núh. 

Ég skráði mig loks inn í landið í dag og bíð spennt eftir danskri kennitölu. Vinur minn ætlar að tosa í spotta í umönnunargeiranum sívinsæla. Þannig að ég tók lestina heim sátt við aðgerðir dagsins. 
Á morgun skal hjálpað til hjá gestgjafanum í Albertslund.

Þannig er þetta í hnotskurn.

2 comments:

  1. Til hamingju með Köben Solla og íbúð í Nörrebro. Hvar í NB er hún? Fyrir ofan eða neðan kirkjugarð? :)

    ReplyDelete
  2. Hún er fyrir ofan kirkjugarð og meira að segja rúndel. Fílaða og takk!

    ReplyDelete

Followers