Monday, March 16, 2009

Útlit.


Ég held að útlitsþráhyggja sé með lúmskustu fyrirbærunum sem "hrjáir" samtímafólk. Þar sem ég get ekki sagt neitt nema útfrá sjálfri mér og því sem ég sé og heyri þá langaði mig að skrifa smá pistil um þetta fyrirbæri sem virðist hafa tekið yfir vestræna heiminn. Fyrir utan stöður og völd, þá er eins og útlit sé í topp 3 sætum yfir þá hluti sem virðast vera mikilvægastir okkur. Ég tek fram að ég er ekki að tala um líkamlega né andlega heilsu (sem virðist haldast í hendur samt sem áður).



Snemma á 10. áratugnum byrjaði ég að rífa kjaft og þreyta vinkonur mínar með ræðum yfir því hversu heimskulegur Undrabrjóstahaldarinn var. Wonderbra var fyrirbæri sem ýtti túttunum upp undir höku til þess að ná athygli hjá strákum sem á fannst brjóst hvort sem er frábær. Ég ímyndaði mér vonbrigðin í lok eltingaleiks, þegar kvenmaðurinn hafði "krækt" sér í karldýrið, rifið af sér brjóstarhaldarann og raunverulegu brjóstin féllu niður að maga. Svipurinn á honum tjáði líklega undrun.. Wonderbra?

Þetta er sem sagt langt síðan. Ég man eftir því hversu mikill downer ég upplifði mig fyrir að finnast þetta brjóstaflipp bilað.

Gerfibrjóstin á öðrum hverjum kvenmannslíkama, anorexían, búlimian, æfingamanían og matarþráhyggjan. Hégóminn og yfirborðsmennskan. Allt þetta eru hlutir sem mér þykir eðlilegt að líta á sem skaðlega fyrir andlega og líkamlega heilsu. Mér finnst það eiginlega augljóst. En í dag, 16. mars 2009 er ég ein af þessum leiðinlegu sem finnst gerfibrjóst asnaleg. Ekki ljót. Bara tilgangslítil. Mjóuveikin er líka skrítin. Og þar tala ég af reynslu. Ég var alveg týpískur óhamingjusamur unglingur sem var ekki ánægð fyrr en ég var 49 - 51 kg. Ég er 170 á hæð, og ég þurfti að hafa mikið fyrir því að vera hormjóna. Það var ekki fyrr en sett var á mig hjartamælitæki sem ég hugsaði að "kannski" væri ekki í lagi með matarhætti mína. En sama hvað mér leið hræðilega var fólk í kringum mig svo glatt fyrir mína hönd. Því nú væri ég mjó og falleg.
Og það skrítna var að það voru kynsystur mínar sem ýttu undir þetta...ekki hinir...

Myndin er frönsk antík.

5 comments:

  1. Allt sem þú skrifar er skemmtilegt. Ég er alveg að verða búin með Mad Men. Jon Hamm er HOT!
    GMJ

    ReplyDelete
  2. Gervibrjóst? Ertu að tala um svona eins og maður kaupir í Hókus Pókus og eru föst framan á svuntu?

    Og... ég held sko að sködduð andleg heilsa sé það sem liggur að baki búlimíu og anorexíu. Svo fer þetta í hring. En andleg vanheilsa er það sem býr að baki.

    Ást og fiður

    ReplyDelete
  3. Mikið rosalega finnst mér þetta falleg mynd. Mér finnst bara vont að vera í of þröngum brjóstahaldara, og þess vegna geri ég það ekki. Hef aldrei gert. Ég hef heldur ekki verið 50 kg síðan ég var 10 ára...

    ReplyDelete
  4. Þetta gæti verið samfélagslegt fyrirbæri. Sem ég tilheyri líka (samfélaginu). En hvað sem þetta er þá er það áhugavert.

    ReplyDelete
  5. Já þetta er hættuleg þróun. Ég er líka orðin þreytt á því að heyra konur/stelpur á okkar aldri tala um að þær séu orðnar "svo gamlar" af því að þær eru ekki með vöxt á við tvítugar stelpur og með smá hold utan á sér.

    Ég verð oft vör við konur hér í DK sem eru á sextugsaldri og eldri sem eru stór glæsilegar. Þær þora að leyfa hrukkunum að njóta sín...sem gerir þær bara að meiri karakterum og eru ekki að rembast við að vera unglingar. Sumar eru með sítt grátt hár og mér finnst það ótrúlega cool. Þær hugsa líka vel um líkamann sinn í staðinn fyrir að leggjast í eitthvað þugnlyndi því þær munu ekki fá six pack við að fara í ræktina.

    Ég hef ekkert á móti lýtaaðgerðum, svo framarlega sem þær eru notaðar í hófi. En þær eru ekki lausnin á lítillri sjálfsvirðingu.

    Peace

    ReplyDelete

Followers