Wednesday, June 3, 2009

http://lifa.is

Eitthvað er að vekjast um í heilanum á mér í sambandi við lífsgæði og kröfurnar sem við (ég) geri á lífið. Það er ekki hjá því komist hjá mér að leiða hugan að einhverju leiti að fjármálum. En þó er ég viss um að fjármál og lífsgæði haldist ekki endilega í hendur þó að það sé hluti af dæminu. Dæmið verandi lífið eins og það leggur sig. Kannski svona 10% af því.

Lífið:
Fjölskyldan 30%
Vinnan 20% (Vinnan er í þessu tilfelli dayjob, ekki ævistarf eða ástríða)
Maki 0-1000% (fer eftir þráhyggjuskalanum í hvert skipti)
Peningar 10% ?

Nevermind. Ég kann ekkert að setja lífið upp á rökvissan hátt með hagfræðilegum prósentum. Mátti reyna.

Ég er að fara í viðtal hjá Sparnaði (spara.is), en vinkona mín benti þeim á að ég gæti verið ágætis "viðskiptavinur" þar sem ég er ekkert að fela það að ég lifi á fátækrarmörkum. Það sem er súrara er sú tilhugsun að ég hafi það bara skrambi gott miðað við marga á Íslandi í dag. Ég stend í skilum, fórna þ.a.l. nærri öllu sem heitir afþreyingu (sem kostar peninga), ég leigi og hef ekki misst húsnæðið mitt, er ekki að borga þúsundmilljónir fyrir bílskrjóð á mánuði...osfrv...þetta er það sem ég fæ að heyra þegar ég kveinka mér yfir blankheitum. Að ég sé í RAUN ekki í svo slæmri stöðu...

Málið er, að ég fæ bara ekkert kikk útúr því að frétta að vinir og kunningjar séu að missa allt eða að fara á hausinn, margt af þessu fólki hefur borgað háar upphæðir í downpayment fyrir húsnæðin sín osfrv. Mér finnst engan vegin sanngjarnt að ég notfæri mér óheppni annara til að líða betur með sjálfa mig.

Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá fréttir af ókunnugu fólki sem hefur misst allt og meira til og hvað þá eins og í dag, þegar eldklár og dugleg vinkona mín heldur að hún komist ekki í vinnuna og með barnið sitt til dagmömmu þennan mánuðinn nema með því að eyða aleigunni í bensín. Reyndar voru þær tvær með svipaðar áhyggjur í dag. Ég held að afneitun á ástandinu sé ekkert að hjálpa neinum. Það sem mér finnst skrítið er að fólkið sem er í þessari stöðu skammast sín fyrir það. Furðulegt, ekki satt? Þetta eru bara tvær manneskjur í dag. En í þessari viku hafa 3 rétt nefnt svona áhyggjur við mig. Engin er beint að kvarta og sú þriðja tók það fram að hún væri ekki að "væla".

Harka. Hvar værum við án hennar?

Þó að verið sé að taka þig fjárhagslega í r**s er mjög mikilvægt að kvarta ekki og halda haus.
Þú gæti nefnilega eyðilagt stemninguna.

No comments:

Post a Comment

Followers