Wednesday, June 24, 2009

Blogg úr rassinum á mér.

Ég fór í sund í dag (eins og aðra daga) og fannst allt í einu að ég hefði eytt of miklum (dýrmætum vinnutíma) í það. Ég synti þúsund metrana og labbaði heim og svo núna finnst mér eins og ég hafi snuðað sjálfa mig. Líklega er þetta helber vitleysa, því heilsan er ekkert minna mikilvæg en vinna. En ég ákvað að ég skyldi bara fara í sund í fyrramálið klukkan 6:30. Fyrst ég gat vaknað svo snemma í VETUR þegar ég REYKTI til að eiga kósístund með sjálfri mér og Möllu vinkonu, get ég alveg rölt mér í laugina! Markmiðið er að synda núna 1500 metra í smá tíma og svo 2000.

En ég fór á heimasíðu sundlaugarinnar og sá hvar hægt er að skilja eftir athugasemdir. Einn kvartaði yfir því að ekki væru nægar upplýsingar á vefnum. T.d. lengd laugar, fjölda brauta og svona eitthvað. Vissulega vantaði þessar upplýsingar. Ég eiginlega skil ekki hvers vegna ég hef skoðun á þessu, en sko. Í GAMLA DAGA HRINGDI MAÐUR BARA! - Úr heimasíma.

Mikið er ég þreytt á internetinu.

1 comment:

  1. LOL, fólk í dag er líka upplýsingasjúkt, við þurfum alltaf að vita allt um allt. Hvaða máli skiptir það, þú ferð bara í sund, og ef þú fílar ekki laugina, þá bara ferðu í einhverja aðra næst.
    Og af hverju hringdir þú ekki til að tékka á opnunartímanum? Þá hefðiru getað gert dag einhvers í sundlauginni skemmtilegri.

    ReplyDelete

Followers