Wednesday, June 17, 2009

Jésús!


Ég held ég hafi sprengt geðveikisskalann minn í dag.

Í gær var ég ósköp róleg og hálf þreytt eftir 2 næturvaktir, vaknaði eftir 8 klst svefn og las megnið af deginum og langaði í pizzu frá Napolí. Aðalsöguhetja bókarinnar er á Ítalíu að læra ítölsku og borða ítalskan mat í tíma og ótíma. Ég, hins vegar, hef verið að huga að mataræði mínu og er uppistaðan grænmeti...Þannig að það var gaman að finna bragðið af öllum matnum sem hún var að lýsa. Svo er hún líka að koma útúr skilnaði og einhverju ástarsambandi sem rífur eitthvað í taugar hennar.

Í gær var ég líka búin að ákveða að vera ekkert að stressa mig á þjóðhátíðardeginum, sama gilti um kærasta minn og mér fannst það fínt. Ekkert stress... Ætla ekki í bæinn. Bara vera róleg. Ætlaði bara heim til mín að hlaða símann, þvo þvott og mála.

Síðustu 10+ ár hef ég farið (ef ég er á landinu) í bæinn, hitt hinn og þennann, farið heim og dáið úr þreytu ásamt pirringi yfir því hvað ég er að þvælast þetta mér finnist þetta hvort sem er alltaf jafn þreytandi. Ég á ekki börn til að skemmta og úða sælgæti í, og mér finnst miklu skemmtilegra að hitta fólk í rólegri aðstæðum.

Í DAG er annað upp á teningnum. Ég er eirðarlaus sem aldrei fyrr. Finnst ég VERÐA að hitta hinn og þennann og er að pirra mig á því að ástmaður minn ætli bara að slaka á í dag! Skilur hann ekki að honum ber að skemmta mér!? ÞAÐ ER SAUTJÁNDI JÚNÍ! (?).
Ég tékkaði á honum aftur áðan, eða keyrði til hans og hann var enn bara að njóta lestursins. Ég hringsnérist aftur út í leit að einhverju. Jæja. Ég veit að það er sagt að geðveikir viti ekki að þeir séu geðveikir...en hvað ef maður ER geðveikur og veit það? Er maður þá minna geðveikur eða meira geðveikur en hinir geðveiku? Allavega. Svona er það líklega að vera geðveikur.

Ég er allavega hætt að elta skottið á sjálfri mér og horfi á strigann minn tilbúin til að komast í hliðstæða heiminn minn.

Góðar stundir.

No comments:

Post a Comment

Followers