Sunday, June 7, 2009

Uppfært líf.

Ég blogga til að lifa. Einmitt.

Mikið er furðulegt að taka ekki eftir stafsetningavillum (stafsetningaRvillum?)...nenni ekki að fletta þessu upp...(frh:) fyrr en nærri viku eftir að maður hendir einhverju röfli á alnetið.

En ég er ss. orðin reyklaus. Dagur 11 (fyrir utan eina sígarettu)...Mér datt í hug að reykja sígarettu vegna þess að mér leið ekki nógu vel, en fann fljótt að hún var ekkert nema bragðvond og íþyngjandi. Nema hvað...Í kjölfarið á reykleysinu hef ég tekið upp á því að hreyfa mig meira því ég held að það sé hægt að springa úr sjálfum sér ef maður gerir ekkert fyrir líkamagreyið. Þannig að í dag tókst mér að skokka 4 km þó að bakið sé í einhverri steik. En líkamsræktin mín er sund. 1000 metrar nokkrum sinnum í viku. Það er þægilegt að hafa orku og geta andað almennilega. Og fyrir utan allt þá er örugglega rosa fjör að vera hot. Ég man þá gömlu daga þegar Solla vóg ekki þúsund kíló.

En þar sem ég hef einsett mér að líta á björtu hliðarnar og slaka á röflinu mun þetta blogg verða með þeim dagbókarlegri... En ekkert leiðinlegt sko, markaðshópurinn mun bara breytast. Kannski lesa fleiri eróbikkhoppandi reykleysingar þetta. Kannski engin.

Hey, hvað með Ice-Save?

Ísland. Best í heimi!

1 comment:

  1. Það var rétt sem þeir sögðu á austurvelli í dag: ICESLAVE.
    Djöfulsins fokking fokk. það er eina sem hægt er að segja.

    ReplyDelete

Followers