Wednesday, June 10, 2009

Hvorki fugl né fiskur festist á milli skips og bryggju.


Ég fór á Austurvöll til að njósna áður en ég skellti mér á kvöldvakt.
Ætli maður sé bara áhorfandi? Hvað á maður að gera? Það er búið að gera hitt og þetta og ég eiginlega nenni ekki að halda áfram að valda sjálfri mér hugarangri með þessu. Ég hef ekkert að segja um þetta. Ég rómantisera þetta stundum með því að hugsa til framtíðarinnar þegar ég er orðin eldgömul og get státað mig af því að hafa nú lifað tímana tvenna þegar 2009 fór í viftuna...Ekkert meira en það.

rosa mótmæli í gær...ha...

En ég ákvað í gær að í raun væri ekkert annað að gera en að vera jákvæð. Ég hef neikvætt mig í hel undanfarið og er að sligast undan því. Nóg er um bull í kringum mann til að maður fari ekki að vera bull sjálfur.

En ég nefnilega fann óvart til þakklætis í gær þegar ég rölti mér í vinnuna. Ég nefnilega er með vinnu og er bara ekkert of góð fyrir hana. Það er einhver landlægur hroki gagnvart því að vera ekki að "meikaða" og er ég 100% sek um hann sjálf. Og það merkilega er að þessi hroki hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Hann er bara í hausnum á manni. Og er frekar súrrealískur. Garalovitt mar.

En hér fyrir ofan er skissa af Alþingishúsinu sem ég teiknaði í góðu yfirlæti á Austurvellinum...Hún er á hlið?

No comments:

Post a Comment

Followers