Tuesday, June 30, 2009

Allt fyrir peninga

Nú þar sem ég er komin í heila 8 daga í sumarfrí get ég loksins unnið almennilega. Ég hef nefnilega komist að því að líf sem átti að snúast um listina, er farið að snúast um peninga.

Mammon þykist samt bara hafa sigrað. Hann hefur litið inn áður nefnilega.

Fyrir ári gaf ég afganginn af hlutunum mínum, stóra kassa með fötum, stóla, nýtt rúm heilan helling af skóm og svo flest allt eldhúshæft. Hluti sem ég þoldi ekki hvort sem er og svo hluti sem ég elskaði og hafði fengið í gjafir frá fólki sem skiptir mig máli.

Ég hélt að ég myndi verða voðalega frjáls og andleg, en umfram allt með minni byrði-fortíð-pakka. Pakki. Ég nefnilega fór í "allan pakkann", mann, hús, bíl(a), peninga, stöff. Þegar hætti að hrikta í stoðunum á sambúðinni og þær hrundu og sukku í sandinn fannst mér ég ekki geta yfirgefið manninn því að þá myndi ég "missa allt". Húsið, bíllinn og draslið. Innbú og húsgögn. Það sem gerir mann fullorðinn. DRASL. Síðan þá eru nokkur ár.

Það hefur tekið tíma að aðlagast aftur, greinilega (annars væri ég ekki að tjá mig um þetta) og er ég breytt manneskja. Því hlutir sem fólk gerir getur breytt því. Eða-ef heilinn er fær um að beygja sig. -Hlutir sem gerast í lífi fólks getur fullmótað það. Því er ekki um neina breytingu að ræða. Kjaftæðið er bara farið.

Ég á nýbakað brauð, heila heilsu og fullt af hugmyndum sem eru í ferli.

Á Íslandi.
Drasl-laus. Vaknaði í morgun með sumarbuxur sem ég gaf á heilanum. Aldrei fæ ég Explorerinn á heilann. Enda væri það fáránlegt.

1 comment:

  1. Ef þú hefðir ekki gefið sumarbuxurnar þá væru þær hvort sem er pakkaðar lengst ofan í kassa og þú myndir gera þig vangefna við að leita. Heppin að hafa gefið þær! Og heppin sú sem fékk þær!

    ReplyDelete

Followers