Saturday, May 2, 2009

Tilviljun?

Í dag fór ég snemma úr vinnunni til að hlýða á hvað David Lynch segir um Trancendental Meditation.

Það var gaman að sjá hve margir komu í Háskólabíó að sjá hann. Þó spyr ég mig alveg hvort fólk kom til að sjá stjörnuna eða hvort svona margir hafi áhuga á hugleiðslu. Ég fór til að sjá manninn (auðvitað! Þetta er Lynch!), en ég var mjög forvitin að heyra um hugleiðsluna og hvað hún hefur gert fyrir hann. Háskólabíó var fínt.

Síðan fór ég í Saltfélagið að heyra meira, en því miður fannst mér það ekki eins gaman. Gott að heyra í honum, Roger Tom og Sigurjóni, en mér fannst skrítið hvað nokkrir spyrlar virtust hreinlega misskilja tilgangin með þessu málþingi. Efi og tortryggni er eitthvað sem hefur fylgt mér síðan ég man eftir mér, en ef ég skildi þetta rétt þá var hann að koma til að deila með okkur hugleiðsluaðferð sem hefur dýpkað líf hans og fært honum innri hamingju osfrv. Ekkert flóknara en það. Svo virtist sem nokkrum fyndist hann vera að reyna að lokka okkur (sauðina) í sértrúarflokk. Heyrði þessu líkt við Herbalife kynningu og fleira fáránlegt.

Hérna eyða margir krónunum sínum í kort í World Class ofl. til að flexa vöðvana sína. Það er mjög gott fyrir líkamlega heilsu og hjálpar geðinu að haldast fyrir ofan frostmark. Engin fárast yfir því að þurfa að borga fyrir það, eða einkaþjálfara ef út í það er farið...Þessvegna finnst mér svo skrítið að vera vitni að svona viðbrögðum.

Aldrei sagði hann að þessi aðferð væri best af öllum. Hann var að segja frá henni.

Einu sinni sagði jóganunna mér að geðveiki væri afleiðing af andlegum dauða..eða andlegum svefni...Að við værum svo þróuð tæknilega og vitrænt og að við gætum aðlagað okkur að öllum framförum á ógnarhraða, en að andlega líf okkar hér í vestrænum heimi þjáist í kjölfarið því við huguðum illa að því. Hennar orð.

No comments:

Post a Comment

Followers