Tuesday, February 24, 2009

Svei attann!

Hvenær ætla ég að skilja það, að (flestir)karlmenn gera manni ekkert greiða til þess að vera næs? Eða jafnvel til þess að standa við orð sín? Eða bara til að sýna vinskap?(sem er víst varla til í samskiptum kynjana)...

Svo er það versta tegundin. Þeir sem ætla að redda manni hinu og þessu ÓUMBEÐIÐ, og gleðja mann svo mikið í kjölfarið að maður hugleiðir giftingu með viðkomandi.

Nema ekki. Svo hættir maður að vera bjargarlaus kvenmaður þegar maður fattar að maður BAÐ ekkert um eitthvað drasl, eða að viðkomandi bretti upp á sér ermarnar og skipti um fokking peru. Og þegar ég man eftir öllu draslinu sem ég hef skrúfað saman og hengt upp og byggt heilu húsgögnin ein, þá verð ég svo pirruð yfir því að vera patronæseruð útaf því einu að ég fæddist typpalaus!

Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að vera úrráðalaus né aum.

Svo eru það auðvitað konurnar sem falla fyrir þessum mönnum. Sem geta ekki verið peningalitlar í smá tíma, heldur selja sig hæstbjóðanda- og mæla þá auðvitað á því HVAÐA veitingastað þeir buðu á. Hvernig BÍL hann er á og kíkja líklega á Skóna líka.
-Svo skilja þær ekkert í því eftir marga mánuði að þeim finnst maðurinn bæði leiðinlegur og heimskur og spyrja sig hvers vegna þær eru að púkka uppá hann. En allir vita hvers vegna, og hún kemst að því á endanum að henni sé hollast að vera með honum. Guð veit hvað verður um hana ef hann fer?

Ég gleymdi því að ef maður lokar fyrir möguleikan á því að veita kk-vini manns kynlíf, EVER. Heldur sýnir bara vináttu, spjall, áhuga og vinsemd, - þá er maður búin að eyðileggja tenginguna.

Ég gleymi alltaf forsendunum fyrir þessari vinsemd og jafnvel greiðvikni. Oftast er sætt þegar verið er að gera hosur sínar grænar fyrir manni - ég á það alveg til sjálf. En þegar það er greinilegt að menn vilja bara borga manni fyrir kynlíf eða möguleikan á því, þá held ég að ég vilji frekar fara "erfiðu" leiðina og sjá um mig sjálf áfram.

Samviska mín leyfir mér ekki að selja sál mína, hversu dramatískt sem það kann að hljóma.

-Áðan átti ég einmitt samskipti við mann sem bauðst til að hjálpa mér (fyrir nokkrum mánuðum). Hann fattaði svo að ég er ekki hóra þannig að hann dró í land með greiðann. En auðvitað gerði hann það þannig að ég þurfti að lesa á milli línanna og FATTA það að hann væri ekkert að fara að gera neitt fyrir neinn sem gerir ekkert í staðinn.

Djöfull eru karlmenn stundum ógeðslegir.

No comments:

Post a Comment

Followers