Thursday, February 26, 2009

Vild'é væri bara hlýðin

Ég sagði við frænku mína um daginn að ég væri strax komin með leið á því að mæta í vinnuna. Ekki vegna vinnunnar sjálfrar, heldur útaf vinnustaðapólitíkinni og eitthvað sem skiptir sosum ekki máli 90% af tímanum. Hún sagði; já svona er lífið. Maður þarf að gera leiðinlega hluti....eins og að mæta í vinnu.
Vinnunnar nýt ég. Það er á hreinu. En ég vinn á stað þar sem margir vinna og maður vinnur ekki alltaf með sama fólkinu, flestir eru bara skemmtilegir og almennilegir og frekar afslappaðir en faglegir. Svo er alltaf þessi 2% sem eru svo leiðinleg og dónaleg að manni langar að æla. En í staðin heldur maður andliti og smellir hælunum 3var og óskar þess að það fólkið hverfi. En viti menn í staðin er maður komin á gula steypu veginn...(The Yellow Brick Road)

Framkvæmdargleði er rík í mér. Ég er búin að fatta að leti er ekki hindrun mín í að vilja gera eitthvað, heldur leiðindi. Ég nenni engan vegin leiðindum. Leiðindi gera það að verkum að ég verð sorgmædd og svo bara þreytt. Þreytt á því að reyna að vera ekki sorgmædd og þreytt á því að vera innan um leiðindi.

Yfirleitt er allt of mikið að gera hjá mér, en mér tekst samt að komast yfir það. Ég er heppin með aðstæður núna miðað við aldur og fyrri störf og miðað við efnahagshrunið sem hefði getað tekið mig í r*ss ef ég hefði ekki selt íbúð og flutt af landi fyrst. Ég kvarta ekki undan lítilli íbúð eða bílleysis eða að ég lifi undir fátækrarmörkum(ég lýg því, ég kvarta stundum yfir peningaleysi), því ég veit alveg að ég sigli uppúr þessu. Þó mér þykir þetta ekki endilega vera "ævintýri" eða "spennandi tímar", þá er bjartsýnin og hugmyndaflugið ekkert dáið.

Djöfull ætla ég að leggja mig eftir vinnu á morgun. Þessar andvökunætur eru að gera útaf við mig.

No comments:

Post a Comment

Followers