Wednesday, February 25, 2009

Í gær var vaktafrí og ég var svo heppin að fá litlu systur mína í heimsókn. Við erum samfeðra og kynntumst fyrir 10 árum. Hún er með skemmtilegri manneskjum sem ég þekki. Svo er hún í ofan á lag svo falleg að ég gæti setið og starað á hana tímunum saman. Hún er frábær.

Við sátum hér og spjölluðum en ákváðum svo, því að stemningin var svo eitthvað febrúarleg, að fara útí búð og kaupa nammi. En kókosbollubakki, suðusúkkulaði og pezpakki urðu fyrir valinu. Hún borðaði 2 bollur og ég 2. Svo kroppuðum við í suðusúkkulaðið og Pezið til skiptis þangað til ég gat ekki meir. Hún gat víst sogið þrúgursykur endalaust eftir allt nammiátið, en hún er líka 16 ára. Við horfðum á höktandi streymi af How I Met your Mother, og plönuðum landflutning eftir nokkur ár. Svo þurfti hún að fara í danstíma.

Ég fór að sinna verkefni með skemmtilegu fólki fram eftir kvöldi.

Fattaði svo seinnipart kvölds að kannski væri ekki sniðugt að borða nammi ofan á inntöku af St.Johns Wart.

Kannski ég geri það núna svona áður en ég fer á kvöldvakt? Verð rosa hress.

No comments:

Post a Comment

Followers