Thursday, October 29, 2009

nýtt

ég er farin að blogga á solveigedda.com.

Wednesday, October 14, 2009

34 ára

Í tilefni dagsins ákvað ég að skrifa, því að í dag 14.október 2009 er ég 34 ára. Fyrir 10 árum fannst mér það ansi hár aldur. Hvað þá fyrir 20 árum (ég man ekki nógu vel eftir tilverunni þá eins og hún birtist mér) Ég man bara að mér fannst móðir mín hundgömul þegar hún var 34 ára.

Meiri misskilningurinn þessi aldur.

Ég man eftir því þegar ég heyrði gamlinga segja við hvort annað hálf hlæjandi að þeim fyndist þeir ekki hafa elst neitt. Fyndust þeir ekki vera eldri en 25 ára! Guð hvað ég var hneyksluð. Eiginlega móðguð að heyra svona over the hill- lið vera að líkja sér við okkur unglingana. Mér fannst lífi þeirra lokið, eða ætti svona að fara að ljúka því nú væri mín kynslóð, eða X-kynslóðin (sem mér fannst sko töff nafn á kynslóð) að koma að redda málunum. -Tónlistinni, tískunni, pólitíkinni, listinni og bara öllu því sem þurfti að redda. Því VIÐ værum málið. Ójá. VIÐ. Unga fólkið. 

Soundtrackið við okkur var Fire Starter með Prodigy og það var töff að reykja sígarettur. 

Nokkur ár hafa liðið síðan þá og ég fylgist með hvernig x-kynslóðin reynir að bjarga málunum...Reyni eitthvað að leggja til en tek eftir því að á eftir okkur eru fleiri kynslóðir sem ætla LÍKA að redda málunum. Hreinsa upp eftir okkur. Eftir þau.

Ojæja, ég fer ekki lengra með þessa pælingu heldur hlakka til að sjá hvort mér líði eins og ég sé 25 ára að ári...

En í dag fyrir 34 árum fæddist ég. 
Ég ætla að halda uppá það.




Friday, October 9, 2009

Kaupmannahöfn, Albertslund. Albertslund, Kaupmannahöfn

Undanfarna viku höfum við vaknað, hoppað í sturtu, þaðan í fötin og þaðan í lestina. Allt í hoppi. Við fengum íbúð í fyrradag á Nörrebro en fáum hana ekki afhenta strax og munum því búa í Albertslund þangað til. Hún Vibeke, gestgjafinn mikli hefur búið um okkur eins og við séum hluti af fjölskyldunni. 
En allavega þá höfum við þvælst mikið um Köben í leit að tilgangi lífsins. Eða nei. Í leit að íbúð.
Við komum okkur fyrir á kaffihúsi sem serverar ágætis kaffi og frítt internet. Eiki bróðir hefur verið með okkur í liði og tosað í alla sína spott og hringt í leigusala fyrir okkur vegna dönskufeimninnar í mér. Danskan mín er fín. En þegar ég þarf að tala í síma á dönsku verð ég stressuð. Það er ekkert sniðugt að vera stressaður í síma þegar maður er að falast eftir leiguhúsnæði. Eða eitthvað.

Núh. 

Ég skráði mig loks inn í landið í dag og bíð spennt eftir danskri kennitölu. Vinur minn ætlar að tosa í spotta í umönnunargeiranum sívinsæla. Þannig að ég tók lestina heim sátt við aðgerðir dagsins. 
Á morgun skal hjálpað til hjá gestgjafanum í Albertslund.

Þannig er þetta í hnotskurn.

Tuesday, September 29, 2009

Sit hérna hálf vönkuð eftir annasama daga. Ég er enn að umpakka ferðatöskunni minni. Ótrúlegt en satt þá hefur það verið langdregnasta verkið hingað til í sambandi við þessa flutninga. Ég hef losað mig við svona sjöfalt það sem ég á af fötum, sem eru alveg nokkrir svartir plastpokar. Það er eiginlega orðið að íþrótt. Henda fötum! Veiiigamaaaan!
Íbúðin mín er, tja, ekki lengur íbúðin mín. Hún er tóm og hrein og fín, og lyklarnir fara bara í hendurnar á einhverjum öðrum. 

Ég hef selt sófasettið mitt, rúmið, antíkstóla bróður míns, fjölþjálfa og þvottavél. Einnig átti ég sunnudag þar sem ég bjó til rúmar 40 þúsund krónur í Kolaportinu. Allt sem seldist seldist á Barnalandi, nema stólarnir. Þeir fóru á Facebook. 

Sniðugt þetta internet....

Nú. Ég er búin að vera að kveðja á fullu og sumt misdramatískt. Það er þannig að mér finnst ég ekkert vera að fara langt. Ég nenni því varla að kveðja. Bara Köben. Búið þar áður fattaru. 
En ég verð að segja að hér eru manneskjur sem ég tel mig ekki geta lifað án, því hvet ég þær bara að koma líka. Hér er bara vesen. Nema eftir smá því þá er Airwaves. En eftir það er svo bara vesen. 

Í sannleika sagt er þessi færsla bara töf á frekari umpökkun. Ég get varla haldið augunum opnum, ætlaði í sturtu en meika það ekki. Því ætla ég að henda mér í bælið og sturta mig í fyrramálið. Góða nótt.


Sunday, September 27, 2009

Að tala er góð skemmtun.

Ég var að spá í það í kvöld hversu mikið býr í einni manneskju, og ef maður vill deila því með öðrum þá liggur beinast við að nota þau verkfæri sem manni er úthlutað. Munnurinn er td. nothæfur í að gefa frá sér hljóð og innan í honum myndar maður orð. Andlitið er oft tjáningaríkt og lætur oft uppi hvernig manni líður. Eða hvort maður sé hugsi...Svo eru það hendurnar og líkamsbeiting. 

En þetta með að tala. -Röddin, raddstyrkur og orðaforði er samt, þrátt fyrir allt, takmarkaður tjáningamáti. 

Oft segi ég hluti sem mér finnast þurrir, ópersónulegir og hlutlausir, sem túlkast í annara eyrum sem óhroði. Þá kemur kannski streitan í líkamanum út með röddinni þegar ég er kannski bara að segja góðan daginn og hásitgóin. Það hljómar, með fullri virðingu fyrir ástandi sem ég þarf líklega að upplifa þegar ég er komin á viðeigandi aldur,- eins og bitur kelling á breytingaskeiðinu. (nema ég verð ekki bitur. bara hljóma þannig, sem er miklu betra auðvitað).

Að tala er bara ekki nóg ef maður vill segja það sem manni býr í brjósti. Að gaspra með kjaftinum um eitthvað sem skiptir ekki máli, jafnvel það sem skiptir máli er ekki nóg. Ekki að mig langi að segja nokkrum neitt. 

Mér þætti svo gaman að sjá hvað við myndum gera ef við gætum ekki talað. 

Saturday, September 26, 2009

blablabla.

Ekki á morgun, ekki hinn, ekki hinn, ekki hinn heldur hinn er ég farin. Ég er að fara út með kærastanum mínum. Til útlanda. úúú...úútlanda....Afhverju ertu að fara?! Ísland er BEST!
Hvað þykistu vera? Þú veist þú tekur sjálfa þig með þér...? 

Afhverju ekki bara að benda mér á að það sé óhollt að reykja? (sem ég er hætt btw)

Alveg sama hvað er ömurlegt hérna er stoltið að drepa fólk.

Ég las færslu, eða heldur var bent á að lesa færslu þar sem maður skrifaði um muninn á því að vera hér eða úti. Í hans tilfelli N.Y.C. Hann var að skrifa um hluti sem ég hef mikið verið að hugsa um síðan ég kom heim. Ég veit ég hef öðru hvoru notað setningar eins og "þegar ég kom heim" og "síðan ég kom heim", en það er magnað hvað það er raunverulega skrítið að koma heim. Ekki endilega gjörningurinn að flytja, heldur hvað það er súrrealískt að búa hérna í Reykjavík. Ég hef, frá því ég var lítil flakkað héðan og út og út og hingað og ég hélt að það væri bara taugaveiklun ein að finnast óþægilegt að vera hérna. En það er þannig, hver sem ástæðan er, að ég er rólegri þegar ég er ekki hérna. Kannski er það vegna þess að ég upplifi meira frelsi -persónufrelsi, einstaklingsfrelsi (eða bara frelsi einmitt). Þó að mér hafi alveg tekist að finna til galla hér og þar, þá hef ég samt undanfarið líka talið til kostina. Og ein af ástæðunum fyrir því að ég entist í náminu í smábænum í N-MN er að ég fékk að vera nákvæmlega eins og ég er, finnast það sem mér fnanst og slaka á. Smábæir eru smábæir alls staðar, ég fór alveg á milli tannana á fólki eins og allir eiginlega. En þannig er það líka hérna. Allir hafa skoðun. Voða mikið sömu skoðunina, og ef maður dirfist að hafa gagnrýna skoðun kemur einhver leppalúðinn og bendi manni á að vera ekki gramur, eða að maður sé bara svekktur. Sem á líklega rétt á sér stundum en komm onn. Mér fannst íslendingar fífl þegar ég var 15 ára. Sama hversu mörg spor ég "vinn", hversu oft ég hugleiði og bið til "guðs" þá held é að ég sé ekki til í að bjóða mér uppá þetta.

Samt vil ég ekki alhæfa. Þegar ég segi fífl þá meina ég eiginlega bullies. Íslendingar "harka af sér", eru "stoltir" og uppáhaldið mitt svona í leyni: "SJÁLFSTÆÐIR"...
Okei. Ef það væri ekki þessi fráhrindandi hrokaslikja yfir öllu hér þá kannski myndi ég ekki dirfast skrifa þetta. En  ég viðurkenni það nú að ég man eftir svona 2 árum sem ég fílaði mig hérna. Kannski þremur.
Í ca 15 ár hef ég verið að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ég sé bara nojuð og að það sé ekki verið að mæla mig út (engar áhyggjur, ég held ekki að verið sé að dást að mér), og það þarf ekki nema að vera vakandi til að taka eftir þessu. Minnir svolítið á svona inbreed þorp í djúpa suðrinu. 

O jæja. 


Monday, September 21, 2009

Kannski, líklega...

Kannski er ég komin með vinnu úti! Þarf víst bara að láta sjá mig...kemur allt í ljós.
Líklega er komin íbúð. 

Neinei, ég veit ekkert um þetta. En líklega fáum við íbúð. LÍKLEGA. Pottþétt. 

Í gegnum tíðina hafa hlutirnir alltaf gengið upp, ekkert af sjálfu sér neitt...ég hef alveg þurft að hafa mismikið fyrir þeim. En þeir ganga upp. Ójá. Sama hversu stressuð ég er, og hversu fáránlegar sem hlutirnir eru, þá fokking ganga þeir upp ef maður er fokking jákvæður! 

Kannski fæ ég vinnu úti og líklega mun ég búa einhversstaðar.

Þetta veitir mér meiri öryggistilfinningu en staðreyndirnar sem blasa við mér hér. Hér get ég unnið (eins og þræll í akkorði), fengið aðeins meira útborgað en unglingur í skógræktinni og borgað bankanum mínum hærri vexti og blablablablablablablablabla...jájá við vitum öll hvað er í gangi, óþarfi að röfla um það í fokking bloggi.

Ég vil taka það fram að ég verð orðljót undir álagi. 

Followers