Friday, April 10, 2009

Allt of snemmt

Klukkan er rétt korter yfir sjö og ég er búin að vera á fótum síðan 6:30 að morgni á föstudeginum langa.

Ég veit ekki stöðu annarra, en ég stunda 100% vaktavinnu ásamt því að þýða hina ýmsu þætti og myndir, sem fara beint á DVD eða í sjónvarpið. Þetta geri ég á frídögunum mínum. Svo mála ég líka málverk. Því hef ég sinnt frekar vel þangað til núna fyrir nokkrum dögum. Ég held að vinnan, sem göfgar manninn svo mikið, hafi tekist að murrka úr mér sköpunargleðina.

Eins gott að þetta sé tímabundið ástand.

No comments:

Post a Comment

Followers