Tuesday, April 7, 2009

Fullkomnun

Ég farin að stunda sund. Það gerði ég mikið af hér í gamla daga og þótti gott að synda og var ansi aþlettik í mér. Var í körfu, handbolta, fótbolta með félögunum og auðvitað í Jazz-Ballet og svo auðvitað einhverja æfingamaníu in ðe nineties.

Ég hef það(aþlettisismann) ennþá, í mér, en nú þarf ég að útfæra það betur líkamlega því ég er ekkert að synda þúsund metrana neitt strax. fyrir nokkrum dögum synti ég x mikið og í dag synti ég x sinnum 2.5. Sem veit á gott framhald.

Nú sit ég í fríi heima hjá mér að vinna í hinni vinnunni minni, með heimamalaða kaffið mitt og eiturlyf með filter. (!?)

Í fyrramálið hef ég mælt mér mót með góðri vinkonu minni til að fara í göngutúr og sund.

(Á eftir mun ég svo mála nokkur meistaraverk og verða ótrúlega gagnrýnin á samfélag mitt og fletta ofan af allri vitleysunni sem ég læt viðgangast sjálfviljug og reyni að finna útúr því hvers vegna í ósköpunum ég sé svona misskilin. Kemst svo að því að það sé vegna þess að ég sé heimspekilega þenkjandi listamaður sem þurfi að sætta sig við hlutskipti sitt í þessum heimi...eða ekki og gera bara allt vitlaust. Hú nós?)

2 comments:

  1. Haahahahaha ég er mætt hér já til að urlast!!
    Love yu, hlakka til að fara í sund með þér næst

    kyss sms

    ReplyDelete
  2. Það er svo yndislegt að fara í sund. Ég panta sund-deit með þér í sumar.

    ReplyDelete

Followers