Tuesday, April 14, 2009

O jæja

Þetta er að þynnast allhrapalega hjá mér.

Eftir að ég fór að aðhafast meira, minnkar þörfin á því að rausa hér á blogspot. Ég veit líka hvað það getur verið grautleiðinlegt að lesa dagbókarfærslur á bloggum þannig að ég er meðvituð um það á meðan ég reyni að skrifa eitthvað.

Málið er nefnilega þetta; Ég veit ég hef stundum skrifað um hvað ég er að aðhafast, og vegna þess að ég er að reyna að lifa uppbyggilegu og "gefandi" lífi þá er ekkkkkkert gaman að lesa um það.

Sjálfri finnst mér skemmtilegast að lesa blogg sem hafa "innihald", eins og til dæmis vel skrifaðir pistlar um pólitík (þó ég gæti reyndar ælt þegar ég heyri minnst á hana í dag), eða bara helst raunasögur og kjaftagang.

En þar sem ég er í raun að reyna að halda einbeitingu í máleríinu mínu auk þess að vinna fyrir salti í grautinn, hreyfa mig (jújú...mikið rétt) -synda og gangiskokka og EIGA LÍF - þá bara hef ég ekkert hnyttið að segja hér.

Reyndar...Í vinnunni í dag varð ég ótrúlega sorgmædd yfir atvinnuþrengingunum (atvinnuleysi, kreppa...osfr.) að mér varð á að röfla eitthvað um það hvað ég gæti verið að vinna eitthvað annað sem ætti betur við mig eða hitti meira í mark eða eitthvað...námið mitt myndi nýtast betur í einhverju öðru við manneskju "ofar" mér. Í allan dag hef ég vonað að þessu hafi ekki verið tekið eins og ég sé óánægð. Það ekkert nema eðlilegt að fá leiða, eða verða sorry yfir því að geta ekki valið úr vinnum (sem ég bjóst við), eða að vera nýskriðin úr námi og finnast eins og það breyti engu nema skuldastöðunni að hafa lært eitthvað.

Heldur kom í mig kreppuhræðsla.

...Er þetta afleiðing hrunsins? Er það svona sem "þakklæti" brýst út? Í hræðslu og undirgefni?

1 comment:

  1. While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
    EX : View Source.
    http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
    Written it very smart!
    I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
    (sr for my bad english ^_^)

    email: ya76oo@ya76oo.com
    thanks.

    ReplyDelete

Followers