Tuesday, April 21, 2009

Jæja krakkar þá er ég farin að geta gengið í gallabuxunum mínum aftur. Þegar ég var að monta mig við vinkonu mína spurði hún mig hvað ég væri að gera til að grennast og ég gat einhvernvegin ekki sagt neitt annað en að ég passaði aðeins hvað ég léti ofan í mig og hreyfði mig aðeins meira. Ekkert brjálað. Bara eðlilega. Sund og ganga. Auðvitað fæ ég mér líka próteindrykki til að "borða" eitthvað annað en brauð og ógeð á daginn og svo fæ ég mér bara kvöldmat eins og annað fólk. Ég narta á milli mála áhyggjulaust, en ég held að þessi litla hreyfing sem ég hef bætt við mig geri gæfumuninn. Svo er ég líka ástfangin og er þar af leiðandi jákvæðari...eða eitthvað.

Ég get ekki lýst því hversu glöð ég var þegar ég hætti að þrjóskast við að vikta mig, og sá að eftir viku af léttu sundi hafði ég losað mig við heilt kíló. Nú auðvitað tel ég bara vikurnar og krefst þess að missa eitt kíló á viku (eða tveim).
Ég hef samtals misst svona 12-14 kg síðan ég kom heim. I was big. Believe me...

Fyrir þá sem ekki vita þá bjó ég í Ameríku og varð feitabolla. Hnuss.

No comments:

Post a Comment

Followers